is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37270

Titill: 
  • Tilkynningar til barnaverndaryfirvalda: Samræmi á meðal fulltrúa nemendaverndarráða
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna samræmi á meðal fulltrúa nemendaverndarráða í grunnskólum á Íslandi í því hvenær sé tilefni til þess að tilkynna mál til barnaverndaryfirvalda. Leitast var við að bera saman mál eftir því hvort um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barns var að ræða. Markmið rannsóknarinnar var einnig að skoða hvort munur væri á málum barna með fatlanir og annarra barna. Þá var leitast eftir að skoða hvort munur væri á afstöðu félagsráðgjafa og annarra fagaðila varðandi hvaða mál séu tilkynnt til barnaverndaryfirvalda og hvort munur væri varðandi það á milli landssvæða. Kannað var hvort fulltrúar nemendaverndarráða hefðu fengið einhverja fræðslu varðandi barnavernd og hvort þeir teldu sig hafa þörf fyrir slíka fræðslu. Framkvæmd var megindleg rannsókn sem fól í sér rafræna spurningalistakönnun sem send var á fulltrúa nemendaverndarráða fyrir milligöngu skólastjórnenda. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til mis mikils og breytilegs samræmis á meðal fulltrúa nemendaverndarráða þegar metið er hvenær sé tilefni til þess að tilkynna mál til barnaverndaryfirvalda. Var samræmið mest í málum sem fólu í sér vanrækslu en var breytilegra í málum sem fólu í sér ofbeldi og áhættuhegðun. Þá voru mál barna með fötlun líklegust til að vera tilkynnt ef um ofbeldi var að ræða en ólíklegust ef um áhættuhegðun var að ræða. Niðurstöður sýndu ekki fram á marktækan mun á afstöðu félagsráðgjafa og annarra fagaðila á því hvenær væri tilefni til þess að tilkynna mál til barnaverndaryfirvalda. Þá var ekki um marktækan mun að ræða varðandi afstöðu fulltrúa nemendaverndarráða eftir landshlutum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á þörf fulltrúa nemendaverndarráða fyrir fræðslu varðandi barnavernd og tilkynninga til barnaverndarnefnda.
    Lykilorð: Nemendaverndarráð, barnavernd, tilkynningar til barnaverndaryfirvalda, fötlun, ofbeldi, vanræksla, áhættuhegðun

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to examine concistency among representatives of pupils‘ welfare councils when to report a case to child protective services and compare cases concerning abuse, neglect and risk-taking behaviour. The aim was also to examine whether there was a difference in reporting cases of children with disabilities and other children. Furthermore, the focus was also to examine whether there was a difference between social workers and other professionals as to which cases were reported to child protective services, if there was a difference between regions in which cases were reported and whether representatives of pupils‘ welfare councils had recieved any education regarding child protection or whether they needed such education. A quantitative survey study was utilized and sent to representatives of pupils‘ welfare councils through school administrators. The results of the study indicated variable consistency among representatives of pupil´s welfare councils in when to report cases to child protective services. The most consistency was found in cases involving neglect but varied more in cases involving violence and risk-taking behavior. The cases of children with disabilities were most likely to be reported in the case of violence and least likely in the case of risk taking behaviour. A significant difference was not found among social workers and other professionals when to report cases to child protective services. A significant difference was not found either among the representatives of pupil´s welfare councils working in the capital area and those working in rural areas The results of the study showed the need among representatives of pupil´s welfare councils for education regarding child protection.
    Keywords: Pupils‘ welfare council, child protection, child protection reporting, disability, violence, neglect, risk-taking behaviour

Samþykkt: 
  • 27.11.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37270


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf988.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF
trg3_MA_ritgerd.pdf517.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna