is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37271

Titill: 
  • Stuðningur við aðstandendur aldraðra: Reynsla uppkominna barna af umönnun foreldra
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Þörfum aldraðra sem búa heima er að miklu leyti mætt af aðstandendum og er hlutverk þeirra veigamikið þegar kemur að stuðningi við heilsu, vellíðan, sjálfstæði og lífsgæði aldraðra. Umönnunarhlutverk aðstandenda getur haft í för með sér ýmiss áhrif á líf og líðan þeirra og er því mikilvægt að veita aðstandendum viðeigandi stuðning. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í upplifun og reynslu uppkominna barna sem veita öldruðum foreldrum sínum umönnun. Meginmarkmiðið var að kanna þörf á stuðningi meðal aðstandenda og skoða hvers konar stuðningur aðstandendur telja að henti þeim. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og voru tekin viðtöl við sex uppkomin börn sem veittu öldruðum foreldrum sínum umönnun.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að umönnun foreldra getur leitt til upplifunar aðstandenda á álagi og haft áhrif á andlega líðan þeirra, daglegt líf og tengsl innan fjölskyldu. Jafnframt leiddu niðurstöður í ljós að aðstandendur upplifa skort á samskiptum og samvinnu við þjónustuaðila sem koma að formlegri þjónustu við foreldra. Þörf þeirra beinist að bættu aðgengi að upplýsingum, fræðslu og ráðgjöf í tengslum við þjónustu við foreldri og eigið umönnunarhlutverk. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að aðstandendur telja æskilegan stuðning felast í heildrænni þjónustu sem veitir gott aðgengi að upplýsingum og fræðslu og stuðlar að samvinnu aðstandenda, hins aldraða og annarra þjónustuaðila. Í því samhengi telja aðstandendur hentugt að hafa möguleika á beinum tengslum við fagaðila innan formlegu þjónustunnar, sem heldur utan um öll atriði í tengslum við þjónustu og umönnun foreldris auk þess að veita stuðning og ráðgjöf. Ljóst er að huga þarf frekar að stuðningi við aðstandendur sem veita öldruðum foreldrum sínum umönnun og getur fagleg þekking og gagnlegar aðferðir félagsráðgjafar reynst vel í þeim málum.

Samþykkt: 
  • 27.11.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37271


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_mae33.pdf970.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaskjal.pdf687.4 kBLokaður til...27.02.2021HeildartextiPDF