is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37272

Titill: 
 • „Það sem ég finn núna er að þú vilt vera með sjúkdóm": Áhrif endómetríósu á lífsgæði og upplifun kvenna af viðmóti heilbrigðiskerfisins
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Endómetríósa (e. endometriosis) er krónískur og illviðráðanlegur sjúkdómur sem hrjáir um 5-10% kvenna, kynsegin fólk og transkarla um heim allan, eða um 200 milljón einstaklinga. Fólk með endómetríósu leitar til margra lækna áður en greining fæst en bið eftir greiningu á heimsvísu er 7,5 ár að meðaltali. Ástæðuna má rekja til eðlis sjúkdómsins, samfélagslegra viðmiða um að túrverkir séu konum eðlislægir auk vanþekkingar heilbrigðisstarfsfólks. Engar íslenskar rannsóknir eru til um sálfélagsleg áhrif endómetríósu. Markmið þessarar eigindlegu rannsóknar var að skoða reynslu kvenna með endómetríósu á Íslandi af áhrifum sjúkdómsins á líf þeirra. Leitað var svara við tveimur rannsóknarspurningum: Hver eru áhrif endómetríósu á lífsgæði? Hvernig upplifa konur með endómetríósu viðmót heilbrigðiskerfisins? Rannsóknin var unnin út frá könnunarsniði (e. explorative) og tekin voru opin djúpviðtöl við 12 konur á aldrinum 26-63 ára, rýnihópaviðtal og einstaklingsviðtöl.
  Niðurstöður sýna að greiningartími á Íslandi er langur og reynsla kvenna af heilbrigðiskerfinu misjöfn. Sumar kvennanna höfðu góða reynslu en aðrar voru ranglega greindar með aðra sjúkdóma eða álitnar andlega veikar. Endómetríósa hefur veigamikil áhrif á lífsgæði íslenskra kvenna. Konur með sjúkdóminn mæta skilningsleysi innan heilbrigðiskerfisins en einnig í námi, á vinnumarkaði og í einhverjum tilfellum hjá sínum nánustu. Rannsóknin varpar mikilvægu ljósi á stöðu kvenna með endómetríósu á Íslandi en hingað til hafa raddir þessa stóra hóps ekki fengið að heyrast.

 • Útdráttur er á ensku

  Endometriosis is a chronic condition affecting 5-10% of women and non-binary people around the globe, around 200 million individuals. It is a common experience to seek consultation with a number of doctors before a diagnosis is made and research indicates that the average diagnosis time is 7,5 years worldwide. The reasons are societal norms that underscore menstrual pain as normal, the complexity of the disease and ignorance amongst health professionals. No Icelandic studies have been conducted on the psychosocial effects of endometriosis. The aim of this qualitative research was to examine the experiences of women with endometriosis in Iceland and ask the following questions; What are the effects of endometriosis on quality of life? How is the experience of navigating the health care system for women with endometriosis? In an attempt to answer these questions, explorative in-depth focus group and individual interviews were conducted with twelve women within the age range of 26-63 years.
  The findings indicate that there is a significant delay in diagnosis in Iceland and the experience of the health care system is diverse. Some had good experience while others were falsely diagnosed with other physical or mental conditions. Endometriosis has a serious impact on quality of life among Icelandic women. Women encounter disbelief within the health care system, during their studies, in their work life and some even from their closest circle of family and friends. This research sheds important light on the situation of women with endometriosis in Iceland. Up until now the voices of this large group of people have not been heard.

Samþykkt: 
 • 1.12.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37272


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Skemman .jpg150.32 kBLokaðurYfirlýsingJPG
MA ritgerð - endó Desember.pdf1.51 MBLokaður til...20.02.2021HeildartextiPDF