is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Skipulag og hönnun > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37275

Titill: 
 • Skipulagsáherslur fyrir lýðheilsuvæna miðbæi. Möguleikar í mótun miðbæjarsvæðis á Húsavík
 • Titill er á ensku Possibilities for downtown development in Húsavík
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Aðalskipulagi Norðurþings 2010 – 2030 er miðbæjarsvæði Húsavíkur skilgreint en svæðið er allstórt og innan þess eru nokkur undirsvæði eða skipulagseiningar. Tækifæri er til að styrkja þessar einingar hverja um sig svo þær í sameiningu myndi heildstætt miðsvæði en hér er athyglinni beint að einu þessara undirsvæða, sem ýmist er nefnt Öskjureitur eða Búðarvöllur.
  Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á skipulagsáherslur sem skapa vel heppnaða miðbæi og framkvæma tillögu að miðbæjarkjarna á Húsavík út frá þeim. Í þessum tilgangi voru valdar heimildir rýndar m.t.t. hvaða skipulagsáherslur stuðla að lifandi miðbæ með bæjarrýmum sem skapa aðstæður fyrir blómlegt mannlíf allt árið um kring. Fjölmargir þættir hafa áhrif á hvernig fólk notar bæjarrými og til að greina og skilja þá hegðun hefur athöfnum fólks verið skipt upp í valkvæðar, félagslegar og nauðsynlegar athafnir. Auk tillits til hegðunar fólks þarf við skipulagsgerð miðbæja, einkum á norðlægum slóðum, að taka mið af umhverfisþáttum eins og veðurfari, vatnafari og lífríki og útfæra byggð með þeim hætti að hún styðji sem best við lýðheilsu. Öryggi, aðgengi, og vistlegt umhverfi eru mikilvæg atriði við sköpun lifandi bæjarrýma. Mikilvægt er að svæði sem byggja á upp sem lifandi bæjarrými hafi nú þegar aðdráttarafl og fólk sæki þangað einhver erindi. Í verkefninu voru miðbæjarsvæði fjögurra bæja - Akraness, Ísafjarðar, Hveragerðis og Egilsstaða - greind og borin saman við Húsavík með tilliti til helstu skipulagsáhersla úr heimildarýni. Enn fremur voru tekin viðtöl við sérfræðinga til að varpa enn frekara ljósi á atriði sem mikilvæg eru við hönnun almenningsrýma. Á grunni skipulagsáherslna fyrir miðbæi sem framangreind heimildarýni og viðtöl drógu fram og út frá greiningu á framantöldum miðbæjum, var sett fram hönnunartillaga að nýjum miðbæjarkjarna á Húsavík sem er ætlað að stuðla að lifandi mannlífi. Í tillögunni er séð fyrir góðum tengingum að svæðinu en þar myndast hnútpunktur vegfarenda sem eiga leið um bæinn. Skapað er gott aðgengi hjólandi og gangandi og mótað skjólgott og öruggt umhverfi þar sem verslun og þjónusta er til staðar, afþreying fyrir börn og fjölbreyttar húsagerðir. Umhverfi hönnunartillögunnar er ætlað að stuðla að heilsu og velferð íbúa svæðisins.

 • Útdráttur er á ensku

  The Norðurþing Municipal Plan 2010 – 2030 defines the downtown area of Húsavík, but the area is quite large and within it there are several sub-areas or planning units. There is an opportunity to strengthen these units individually so that together they form a cohesive central area, but here the focus is on one of these sub-areas, which is either called Öskjureitur or Búðarvöllur.
  The aim of the project was to shed light on planning emphases that create successful downtown areas and make a design proposal of a new downtown center of Húsavík. For this purpose, selected sources were reviewed with regard to what planning emphases contribute to a vibrant city center which create conditions for a thriving human life all year round. Numerous factors influence how people use urban space and to analyze and understand that behavior, people's activities have been divided into optional, social and necessary activities. In addition to taking into account the behavior of people, urban planning, especially in northern areas, must take into account environmental factors such as climate, hydrology and ecosystems and implement settlements in such a way that they support public health. Safety, accessibility, and healthy environment are important factors in the creation of living city centers. It is important that areas that are to be built to function as a living city centers already have an attraction and people attend some errands there already. In the project, the downtown areas of four towns were analyzed and compared with Húsavík with regard to the main planning emphasis in this study. The towns that were analyzed were: Akranes, Ísafjörður, Hveragerði, Egilsstaðir. Furthermore, experts were interviewed to shed light on issues that are important in designing public spaces. On the basis of the above-mentioned source review of the planning emphasis for the city center and the analysis of selected Icelandic cities, a design proposal was made for a new city center in Húsavík, which is intended to promote a vibrant human life. The proposal provides good connections to the area, where a hub of pedestrians passing through the town is formed. The aim with the proposal is to promote health and well-being of the area's residents.

Samþykkt: 
 • 4.12.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37275


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS Atli Steinn Sveinbjornsson.pdf4.73 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna