Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37286
Tilgangur rannsóknarinnar er að öðlast betri skilning og þekkingu á reynslu og upplifun starfandi félagsráðgjafa á því hvaða þættir í lífi þeirra, starfi og umhverfi hafi haft áhrif á seiglu (e. resilience) með það að markmiði að stuðla að aukinni seiglu þeirra, auka vellíðan og draga úr líkum á myndun vinnustreitu og kulnunar í starfi. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við sex starfandi félagsráðgjafa sem allir höfðu að lágmarki þriggja ára starfreynslu. Viðmælendur voru fimm konur og einn karl á aldrinum 34–57 ára. Þau störfuðu ýmist hjá endurhæfingastofnunum eða hjá félagsþjónustu sveitarfélaga fyrir utan einn sem var skólafélagsráðgjafi þegar viðtölin fóru fram. Fimm viðmælendur bjuggu og störfuðu á höfuðborgarsvæðinu en einn í dreifbýli. Viðtölin voru tekin í september og október 2020. Niðurstöður leiddu í ljós að persónueiginleikar þar sem vilji og það að setja sér raunhæf markmið auk persónulegs þroska voru til staðar, gátu stuðlað að seiglu. Niðurstöður sýna jafnframt að félagslegur stuðningur á vinnustað og handleiðsla geta stuðlað að og eflt seiglu. Þá leiddu niðurstöður í ljós mikilvægi opinna samskipta sem byggja á virðingu, sjálfstæði og hvatningu í vinnustaðamenningu, sem gæti stuðlað að seiglu. Þessu til viðbótar sýndu niðurstöður mikilvægi þess að jafnvægi ríkti milli vinnu og einkalífs.
Lykilorð: Seigla, streita, persónueiginleikar, félagslegur stuðningur, handleiðsla, vinnustaðamenning.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Scanned Document.pdf | 2,14 MB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
MA-uppfært11.jan2022.pdf | 830,28 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |