is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Skipulag og hönnun > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37290

Titill: 
  • Ofanvatnsskipulag Blágrænar ofanvatnslausnir í skipulagi
  • Titill er á ensku Stormwater Planning – SUDS in Developement Planning
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Vísindamenn spá nú fyrir um breytingar á veðurfari í heiminum í tengslum við hlýnun jarðar og spá þeir fyrir um aukna tíðni mikilla vatnsveðra auk ákafari regnskúra. Á mörgum þéttbýlissvæðum munu þær lausnir í veitumálum sem nú er notast við ekki ráða við þessa auknu tíðni vatnsveðra og aukið magn ofanvatns. Þetta á einnig við á ákveðnum stöðum á Íslandi bæði innan höfuðborgarsvæðisins og utan þess. Alþjóðlegar stefnur á sveitarfélagsstigi, t.d. Staðardagskrá 21, einnig þekkt sem Álaborgarsamþykktin, kalla eftir vistvænni uppbyggingu innviða í borgum og bæjum þ.m.t á veitukerfum. Mörg sveitarfélög á Íslandi svara þessu kalli í gegnum markmiðasetningu í skipulagsáætlunum sínum sem byggð eru á markmiðum ríkisins um vistvæna uppbyggingu sem mótuð eru eftir alþjóðlegum stefnum eins og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka er hvort hægt sé að nota skipulagskerfið á Íslandi til að auðvelda og einfalda innleiðingu svokallaðra blágrænna ofanvatnslausna á Íslandi auk þess að leitað er leiða til að samþætta það ferli betur við skipulagsferla með skipulagsáætlanir í huga. Rýnt er í skipulagsferla og skoðað verður hvernig hægt sé að nota skipulagskerfið til að vinna vistvænna skipulag í sveitarfélögum með blágrænar ofanvatnslausnir í huga þannig að hægt sé að stefna að þéttingu byggðar án þess að ganga um of á þau grænu svæði sem þegar eru til staðar innan þéttbýlisins. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að með því að vinna sérstakt ofanvatnsskipulag fyrir meðhöndlun ofanvatns með blágrænar ofanvatnslausnir í forgrunni, í formi svokallaðs sértæks skipulags yrði auðveldara að vinna út frá afrennslissvæði/vatnasviði viðkomandi svæðis. Þá gengur slíkt skipulag þvert á hverfa- og sveitarfélagsmörk auk þess að slíkt skipulag býður uppá það að skilmálar þess séu rétthærri gildandi skilmálum á deiliskipulagsstigi sem fyrir eru á svæðinu. Nýtt skipulagstæki, sértækt skipulag, þar sem meðhöndlun ofanvatns væri gefin sérstök athygli í sértæku ofanvatnsskipulagi gæti verið stórt skref á átt að í innleiðingu slíkra lausna í hið byggða umhverfi á Íslandi vegna aðlögunar að lofslagsbreytingum.

  • Útdráttur er á ensku

    Scientists are now predicting changes in global climate in connection with global warming and are predicting an increase in the frequency of heavy rains and more intense rain showers. In many urban areas, the more conventional drainage systems currently used will not be able to cope with this increased frequency and intensity of rainfall, resulting in floods and increased surface water levels. This also applies to certain places in Iceland particularly within the Capital Area. International policies at the municipal level, e.g. Local Agenda 21 also known as the Aalborg Charter, calls for sustainable infrastructure development in cities and towns including utilities. Many municipalities in Iceland respond to these calls through goal setting within their development plans, which are often based on the goals of the Government formulated in accordance with international policies, such as the United Nations global sustainability goals. This research looks into how the Icelandic planning framework could be used made to simplify the implementation of sustainable urban drainage systems along with finding approaches to better intergrade that process with the planning process keeping development planning in mind. The planning process will be analyzed and the planning framework examined with the objective of how it can be used to work towards sustainable planning within the municipalities with sustainable urban drainage systems in mind, to make in-fill development possible without decreasing green spaces in urban areas. By developing and implementing a specific stormwater plan in the form of an overlay zoning plan, it would be easier to work with the catchment/drainage area. An overlay zoning plan transcends district- and municipality boundaries and its terms can be set to overrule the terms of the local planning stage. A new planning tool, a specific stormwater plan, using overlay zoning principles, where special focus is given to stormwater management, could be a big step towards a successful implementation of sustainable urban drainage systems in Iceland due to adaptation to climate change.

Samþykkt: 
  • 22.12.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37290


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_Ritgerð_Andri_2020_Endanleg útgáfa.pdf7.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna