is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/373

Titill: 
 • Notað nýtt fegrað prýtt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bókin „Notað, nýtt, fegrað, prýtt“ er annars vegar hugsuð sem kennslubók fyrir eldri bekki grunnskóla sem hafa öðlast ágætis færni í prjóni og hekli og hins vegar fyrir almenning. Verkefnin eru þó getuskipt og geta einföldustu verkefnin hentað neðri bekkjunum líka. Við viljum koma þeirri hugsun á framfæri að ekki þurfi alltaf að vinna eftir prjóna- eða hekluppskrift án þess að bregða nokkuð frá því formi og litum sem hún hefur upp á að bjóða. Til er ógrinni af bókum með öllu milli himins og jarðar sem við kemur prjóni og hekli. Nóg er til af sniðugum uppskriftum með fyrirfram ákveðnar útkomur og lítið hægt að fara ótroðnar slóðir. Með bókinni „Notað, nýtt, fegrað, prýtt“ bjóðum við þeim sem vilja hugsa út fyrir rammann og fara nýstárlegar leiðir upp á þann möguleika að vinna út frá eigin hugmyndum. Þær leiðbeiningar og innblástur sem bókin geymir vonum við að dragi fram nýjungagirni þeirra sem eru vanir að fara þær hefðbundnu leiðir sem tíðkast hafa í aldanna rás. Einnig gæti bókin dregið úr skelinni þá sem ekki hafa „þorað“ út í heim flókinna og yfirgripsmikilla prjóna- og hekluppskrifta til þessa.
  Verkefnið byggjum við á eigin reynslu jafnt sem rannsóknum og kenningum hinna ýmsu fræðimanna sem rökstyðja hugmyndir okkar. Við vonumst til að byggja upp góðan grunn sem hefur þann megin tilgang að efla áhuga nemenda jafnt sem almennings á textíl, varðveita þann dýrmæta menningararf þjóðarinnar sem og efla fjölbreytileika textílkennslunnar. Kennarar ættu að geta notað bókina til að nálgast „gömul“ verkefni á nýjan og ferskan hátt sem auðveldar þeim að nýta sér þá tískustrauma sem uppi eru hverju sinni. Með þessu má ná fram hjá nemendum og kennurum þann áhuga og þá virðingu á greininni sem hún á skilið.
  Í Aðalnámskrá grunnskóla er talað um gleði og lífsfyllingu sem einstaklingurinn upplifir þegar hann býr til hlut. Hann nýtir sér þekkingu sem byggir á þróun og hefðum gegnum aldirnar og er nýtt jafnhliða nýrri þekkingu sem við á í okkar nútímasamfélagi (Aðalnámskrá grunnskóla 1999a). Þegar við þurfum sífellt meira að hugsa um mengun og spilliefni verður þörfin á endurnýtingu og endurvinnslu gífurleg. Ef við gefum gömlum, notuðum flíkum nýtt útlit með því að bæta á þær t.d. prjóni og hekli erum við að gefa þessum „hálf einnota“ hlutum nýtt og lengra líf og jafnvel meiri virðingu. Tískustraumar taka stöðugum breytingum í nútímasamfélagi og þess vegna verðugt verkefni að kenna nemendum frá unga aldri að nýta það sem til er en ekki henda og kaupa nýtt. Við þurfum að varðveita þann menningararf sem við höfum og textílmennt er ríkur þáttur í sjálfsmynd þjóðarinnar. Við teljum það best gert með nýtingu á þeirri þekkingu sem fyrir er og að vera opin fyrir þeirri hröðu þróun sem einkennir hönnun í dag.
  Hér á eftir verður uppbyggingu bókarinnar lýst sem og hvers vegna við ákváðum að fara þessa leið. Þeim kenningum og hugmyndum sem við styðjumst við verður lýst og megin hugmyndafræði tíunduð. Við munum útskýra hvernig hugmyndir fræðimannanna tengjast okkar verkefni sem og rökstyðja þær leiðir sem við fórum. Textinn hér á eftir er skrifaður með nemandann í huga og hugsaður sem kennsluleiðbeiningar fyrir kennarann.

Samþykkt: 
 • 14.8.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/373


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð.pdf460.96 kBLokaðurGreinargerðPDF
nonyfepr.pub97.36 MBLokaðurBæklingurms publisher
ELG_nonyfepr2.pdf13.16 MBLokaðurBæklingurPDF