is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3730

Titill: 
 • Samanburður á 31 gr. laga nr. 7/1936 og misneytingarákvæði danskra og sænskra samningalaga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður fjallað um misneytingarákvæði 31. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936 (hér nefnd samningalög eða sml.), auk þess sem skoðað verður sams konar ákvæði í samningalögum Danmerkur og Svíþjóðar. Fjallað verður um þá breytingu sem gerð var á íslenskum samningalögum árið 1986 og hvers vegna slík breyting var gerð. Þá næst verður stiklað á stóru um ógilda löggerninga og flokkun ógildingarástæðna áður en rýnt verður nánar í skilyrði 31. gr. samningalaga fyrir ógildingu samnings. Einnig verður fjallað um hvernig norrænir fræðimenn túlka 31. gr. samningalaga á Norðurlöndunum og hvernig þeir telji að beita skuli lagagreininni til ógildingar á samningi.
  Skoðuð verða valin skilyrði 31. gr. samningalaga, nánar tiltekið skilyrðin um bágindi, einfeldni og fákunnáttu og reifaðir dómar Hæstaréttar til skýringar á túlkun þessara skilyrða. Til samanburðar verður fjallað um sömu skilyrði 31. gr. danskra samningalaga og 31. gr. sænskra samningalaga auk þess sem danskir og sænskir Hæstaréttardómar verða reifaðir til skýringar. Með samanburði á mismunandi túlkun annars vegar íslenskra dómstóla og danskra og sænskra dómstóla hins vegar, verður reynt að sýna hvaða mismunandi áherslur eru á túlkun þessara hugtaka og orða í umræddu lagaákvæði milli Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar, ef slíkur munur reynist vera fyrir hendi.
  Einnig verður fjallað um beitingu 33. og 36. gr. samningalaga sem almennra ógildingar-heimilda sem hefur færst talsvert í aukana, sérstaklega síðan 36. gr. var bætt inn í samninga-lögin árið 1986. Valdir danskir dómar verða reifaðir til skýringar því að hugsanlega hefði verið möguleiki á því að bera fyrir sig 31. gr. í staðinn fyrir einungis 36. gr. danskra samningalaga. Skoðaðar verða ástæður þess hvers vegna þessar ógildingarheimildir gætu verið ákjósanlegri heldur en 31. gr. samningalaga til ógildingar á samningi, en að auki vísað til þess að slík úrræði gætu í sumum tilvikum verið nauðsynleg til þess að ógilda samning, ef skilyrði 31. gr. samningalaga eru ekki uppfyllt samkvæmt ákvæðinu.
  Að lokum verður fjallað um helstu samantektir hvers kafla ritgerðarinnar, en áhersla verður lögð á niðurstöðu höfundar af samanburði á íslenskri, danskri og sænskri dómafram-kvæmd við túlkun tiltekinna hugtaka og einstakra orða í 31. gr. Auk þess verður fjallað stuttlega um hvort ákjósanlegra sé að nota aðrar ógildingarheimildir þegar ógilda skal samning og hvers vegna. Að lokum rökstyður höfundur þá ályktun að áherslubreytingar gæti verið framundan hjá íslenskum dómstólum þegar dómstólarnir túlka skilyrði 31. gr. samningalaga og hvaða önnur úrræði gætu komið til greina.

Samþykkt: 
 • 5.6.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3730


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga_Grethe_Kjartansdottir_fixed.pdf306.85 kBLokaðurHeildartextiPDF