is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37312

Titill: 
  • Af hverju gengur svo hægt að uppræta kynbundinn launamun?: Um stefnumótun og innleiðingu stjórnvalda í sex áratugi.
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er markmiðið að skoða hvernig áherslur, ákvarðanir og markmið um launajafnrétti hjá ríkinu sem atvinnurekanda hafa skilað sér. Rýnt er í hvaða árangur hefur náðst á síðustu sex áratugum með því að skoða kannanir, skýrslur, úttektir og greinargerðir með lögum sem hafa verið sett um launajafnrétti. Samspil ákvarðana og árangurs verður skoðað í ljósi kenninga um innleiðingu (e. implementation). Beitt er orðræðugreiningu á lög, reglur og niðurstöður starfshópa og nefnda á vegum ríkisins sem fjalla um málið annars vegar og hins vegar gagnagreiningu meðal annars á niðurstöður rannsókna á kynbundnum launamun hjá ríkinu. Skoðað er hvernig til hefur tekist með innleiðingu stjórnvaldsákvarðana og valin sú leið að draga upp í tímaröð mynd af síendurteknum ákvörðunum löggjafans um jafnrétti kynjanna til launa. Þannig kemur fram heildarmynd af ákvörðunum sem í raun eru bergmál af fyrri ákvörðunum, en hafa ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast.
    Meðal helstu niðurstaðna er að augljós vilji virðist vera fyrir hendi hjá löggjafarvaldinu og forsvarsfólki atvinnulífsins almennt til að auka jafnræði milli kynja þegar kemur að launasetningu og kjörum. Sá vilji virðist þó ekki raungerast inni á vinnustaðnum sjálfum. Ekki virðist augljóst hvers vegna vinnumarkaðurinn svarar ekki með nægjanlegum krafti og ábyrgð þessu kalli samtímans. Ástæða þess kann að liggja í ferlinu frá því að ákvörðun er tekin, með lagasetningu og verkefnum frá stjórnvöldum og samþykktum atvinnulífsins, til launasetningarinnar. Matið á sanngjarnri launasetningu starfsmanna, sem fram fer á stjórnunarstigi fyrirtækja og stofnana í samtölum eða eftir beinum ákvörðunum stjórnenda, markast jafnframt af ríkum hefðum og virðist ýta undir kynbundinn launamun. Með öðrum orðum: Jafnlaunamarkmiðin virðast stranda á skrifborði stjórnenda stofnana.
    Með rannsókninni er leitast við að skýra hvað tefur eða stendur í vegi fyrir að markmið um jöfn laun karla og kvenna náist og hefur hún því verulegt hagnýtt gildi. Rannsóknin beinir sjónum að launasetningu kynjanna á vinnustöðum, en ekki að kynbundnum vinnumarkaði. Það viðfangsefni bíður betri tíma.

Samþykkt: 
  • 6.1.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37312


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Af hverju gengur svo hægt að uppræta kynbundinn launamun. Um stefnumótun og innleiðingu stjórnvalda í sex áratugi. .pdf2.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Þórarinn Eyfjörð Yfirlýsing fyrir Skemmu.jpg723.43 kBLokaðurYfirlýsingJPG