Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37319
Umræða um loftslagsáskoranir og aðgerðir fyrirtækja til að sporna við þeim hefur hlotið mikla athygli enda er um að ræða áskoranir sem fyrirtæki um allan heim standa frammi fyrir. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvernig fyrirtæki á Íslandi standa gagnvart aðgerðum í loftslagsmálum og meta skilning stjórnenda á mikilvægi þess að grípa til aðgerða og taka þátt í grænni umbreytingu. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við stjórnendur fyrirtækja sem eru á lista 300 stærstu fyrirtækja á Íslandi. Leitast er eftir að veita innsýn og frekari skilning á stöðu nokkurra af stærstu fyrirtækjum landsins í aðgerðum í loftslagsmálum. Helstu niðurstöður viðtalanna leiddu í ljós að fyrirtæki sem vinna eftir mælanlegum markmiðum í loftslagsmálum eiga auðveldara með að greina frá árangri verkefna í loftslagsmálum og hafa skýra sýn á hver næstu verkefni og markmið eru tengd þeim málum. Viðtölin leiddu í ljós að viðmælendur sem bera ábyrgð á loftslagsmálum, sérstaklega í þeim tilvikum sem loftslagsmál er stór hluti af þeirra starfssviði, voru mun áhugasamari um verkefnin og greina mátti mun á viðhorfi þeirra um mikilvægis og þýðingar loftslagsmála í þeirra huga. Allir viðmælendur voru sammála því að loftslagsmál ættu heima á borði forstjóra eða framkvæmdastjórnar, sem styður við yfirlýsingar allra viðmælendanna um að mikilvægt sé að fyrirtæki taki áskoranir í loftslagsmálum alvarlega. Miðað við hversu áríðandi viðmælendur telja loftslagsmál vera væri auðvelt að draga þá ályktun að öll fyrirtækin vinni eftir mælanlegum markmiðum og séu með skýra sýn, en svo reyndist ekki vera. Mikilvægi rannsóknarinnar felst því í því að draga fram hvernig fyrirtæki, sem eru á lista 300 stærstu á Íslandi, standa raunverulega gagnvart þessum málum í dag og viðhorfi stjórnenda til þeirra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman_yfirlysing.pdf | 234,22 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
MS ritgerd_Graen umbreyting_RakelSaevarsdottir.pdf | 1,24 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |