is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3732

Titill: 
 • Sorgar- og tilfinningavinna með börnum : hvernig getur skólinn hjálpað nemendum að takast á við sorg og sýna öðrum samúð?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar ritgerðar er að horfa faglega í sorgarferli barna og miðla því sem ég hef komist að í gegnum tíðina tengt sorg til bæði mín og kannski annarra.
  Þetta lokaverkefni er að hálfu hefðbundin fræðileg ritgerð þar sem ég skoða sorgarferli barna og viðbrögð barna við missi og öðrum áföllum. Styðst ég þar við bæði íslenskar og erlendar heimildir og komst ég m.a. að því, í heimildavinnu minni, að það er mjög mikilvægt að skólar undirbúi starfsfólk sitt vel í þessum efnum og að það er nauðsynlegt fyrir kennara að hafa greiðan aðgang að efni um sorgina, dauðann og önnur áföll til þess að geta mætt slíku ef og þegar það á sér stað.
  Seinni hluti verkefnisins er kennsluefni sem ég hef útbúið og miða við að unnið sé með nemendum í 4. bekk. Þar takast nemendur á við að ræða sorgina, tilfinningar sínar, hugtök tengd missi og áföllum og það að sýna öðrum í sorg samúð. Kennsluefnið er byggt á rannsóknum mínum í tengslum við ritgerðarvinnuna. Hugmyndin vaknaði þegar ég fór að lesa mér til um þessi mál og komst að því að lítið er til af efni um þetta.
  Lykilorð: Tilfinningavinna.

Samþykkt: 
 • 28.9.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3732


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sorgar- og tilfinningavinna með börnum-Efnisyfirlit_fixed.pdf41.6 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Sorgar- og tilfinningavinna með börnum-Forsíða, Ágrip, þakkarorð_fixed.pdf56.1 kBOpinnForsíða, Ágrip, ÞakkarorðPDFSkoða/Opna
Sorgar- og tilfinningavinna með börnum-Heimildir_fixed.pdf75.24 kBOpinnHeimildirPDFSkoða/Opna
Sorgar- og tilfinningavinna með börnum-Lokaorð_fixed.pdf43.43 kBOpinnLokaorðPDFSkoða/Opna
Sorgar- og tilfinningavinna með börnum, Meginmál_fixed.pdf194.66 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Sorgar- og tilfinningavinna með börnum_fixed.pdf352.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Sorgar- og tilfinningavinna með börnum-Kennsluhugmyndir_fixed.pdf188.02 kBOpinnKennsluhugmyndirPDFSkoða/Opna