is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37321

Titill: 
  • „Þetta er nýtt fyrirbæri og margir sem tala um samfélagsmiðla sem hluti af fjórðu iðnbyltingunni“: Verkefnastjórnun í stafrænni markaðssetningu
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Notkun á aðferðafræði verkefnastjórnunar fer sífellt vaxandi vegna þess að skipulagsheildir leitast eftir því að gera ferla skilvirkari og koma verkefnum til skila á réttum tíma. Rannsóknir hafa verið gerðar um verkefnastjórnun og hvernig hægt er að nýta hana við ólíkar og margvíslega starfsemi. Heimurinn í dag er að verða meira verkefnadrifinn og einkennir það stafræna markaðssetningu. Með auknum vinsældum stafrænnar markaðssetningar er þörf fyrir nánari upplýsinga um hvernig verkefnastjórnun er háttað í slíkri starfsemi. Því þarf að rannsaka hvernig hægt er auka skilvirkni og hvernig skipulag þessar skipulagsheildir þurfa. Ein leið til að auka skilvirkni er að nýta aðferðir verkefnastjórnunar og hafa viðeigandi skipulag til að takast á við þær áskoranir sem myndast. Með því er hægt öðlast samkeppnisforskot þar sem verkefnin eru tímanæm og mikill hraði í kringum þau. Það vantar frekari alþjóðlega þekkingu varðandi þetta viðfangsefni og þá sérstaklega á Íslandi. Rannsóknum á þessu sviði er ábótavant en þó er talið að ákveðið skipulag þurfi til að ná árangi en þörf er á frekari rannsóknum hvernig eigi að koma því á. Markmið þessara rannsóknar er að veita innsýn í hvernig verkefnastjórnun er háttað í stafrænni markaðssetningu og hvernig er hægt að auka skilvirkni í samhengi við fræðin. Eigindleg rannsókn var framkvæmd til að öðlast skilning á því hvernig verkefnastjórnun fer fram í þessum stafræna heimi. Níu hálf opin viðtöl voru tekin við fjórar ónefndar skipulagsheildir á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að ekki er starfað eftir sérstakri aðferðafræði og eru þessar skipulagsheildir að leitast við að betrumbæta ferla og vera skilvirkari. Þær starfa þó ómeðvitað í anda straumlínustjórnunar og Agile aðferðarfræði. Óskipulagt viðskiptasamband er á milli skipulagsheildanna og viðskiptavina þar sem boðleiðir eru margar og erfitt getur verið að stýra væntingum viðskiptavinanna. Fram kom að utanaðkomandi áhrif geta valdið seinkunum á verkefnum sem ekki er hægt að stjórna. Dýnamísk fyrirtækjamenning ríkir í starfseminni og hafa viðmælendur sterk félagsleg tengsl og með því fylgir mikið traust. Þessar skipulagsheildir bera einkenni þess að vera verkefnabyggðar þar sem verkefni eru ólík og erfitt að hafa einn feril fyrir þau öll. Rannsókn þessi sýnir þá þörf sem hefur myndast til að aðlaga verkefnastjórnunaraðferðir að starfsemi sem þessari til að auka skilvirkni, bæta skipulag, fá skýrari hlutverk og meiri ábyrgð. Með því að leggja grunn að góðum stjórnarháttum getur ferlið orðið skilvirkara.
    fjórar ónefndar skipulagsheildir á Íslandi.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að ekki er starfað eftir sérstakri aðferðafræði og eru þessar skipulagsheildir að leitast við að betrum bæta ferla og vera skilvirkari. Þó ómeðvitað starfa þær í anda straumlínustjórnunar og Agile aðferðafræðar. Óskipulagt viðskiptasamband er á milli skipulagsheildanna og viðskiptavina þar sem boðleiðir eru
    margar og erfitt getur verið að væntingastýra viðskiptavininum. Fram kom að utanaðkomandi áhrif geta valdið seinkunum á verkefnum sem ekki hægt er að stjórna. Dínamísk fyrirtækjamenning ríkir í starfseminni og hafa viðmælendur sterk félagsleg tengsl og með því fylgir mikið traust. Þessar skipulagsheildir bera einkenni þess að vera
    verkefnabyggðar þar sem verkefni eru ólík og erfitt að hafa einn feril fyrir öll verkefni.
    Rannsókn þessi sýnir þá þörf sem hefur myndast til að aðlaga verkefnastjórnunar aðferðum að starfsemi sem þessari til þess að auka skilvirkni, bæta skipulag, fá skýrari hlutverk og meiri ábyrgð. Með því að leggja grunn að góðum stjórnarháttum getur ferlið orðið skilvirkara.

  • Útdráttur er á ensku

    The use of project management methodologies is constantly evolving as organizations strive to make process more efficient and deliver tasks on time. Research have been conducted on project management and how it can be used for different and various activities. The world today is becoming more project driven and that characterizes digital marketing. With increasing popularity of digital marketing, more information is needed on how project management is structured in such activities. Therefore, it is necessary to study how efficiency can be increased. One way to increase efficiency is to take advantage of project management method and have the appropriate organization to deal with the challenges that arises. This makes it possible to gain a competitive advantage as the projects are time consuming and fast paced. There is a lack of further international knowledge regarding this subject, especially in Iceland. Research in this area is lacking, but it is believed that a certain organization is needed to be successful, but further research is needed on how to implement it. The aim of this study is to provide insight into how project management is structured in digital marketing and how efficiency can be increased in context of the theory. Qualitative study was conducted to gain an understanding of how project management takes place in the digital world. Nine semi-open interviews were conducted with four unnamed organizations in Iceland. The result of the study showed that there is no specific methodology in use and these organizations are seeking to refine processes and be more efficient. However, they subconsciously operate in a way that is like lean management and Agile methodology. There is an unorganized business relationship between the organizational units and customers, as there are many communication channels, and it can be difficult to manage the customer´s expectations. It was stated that external influences can cause delays to task that they have no control over. A dynamic corporate culture prevails in the operations and the interviewees have strong social connections which is accompanied by a great deal of trust. These organizational units are characterized as being project based because the projects are varied, and it is difficult to have one specific form that all the projects go through. This study shows the need that has arisen to adapt project management methods to actives such as this, to increase efficiency, better organization, clearer roles and more responsibility. Laying a foundation for good governance, the process can become more efficient.

Samþykkt: 
  • 6.1.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37321


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Doc 01-06-2021 11-56-33.pdf267.84 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Verkefnastjórnun í stafrænni markaðssetningu.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna