Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37323
Hart er barist um Austur-Víkingana í Úkraínu. Bæði Úkraínumenn og Rússar gera tilkall til þess að vera komnir af hinu forna Rúsveldi, og hafa menn fært fyrir því hin ýmsu rök í mörg hundruð ár. Deilurnar bera þó keim af stjórnmálaumræðu síns tíma, og á það ekki síst við í dag þar sem stríð geysar í Donbass. Hér er rakin saga þessara deilna allt frá 18. öld og til dagsins í dag og hinir ýmsu skólar, rússneskir, sovéskir, austur-slavneskir og úkraínskir, skoðaðir. Þá er gerður samanburður við orðræðu í kringum sjálfsstæðisbaráttu Íslendinga og Norðmanna, þar sem fræðimenn fyrri tíma voru afar innblásnir af þjóðerniskennd en hafa heldur dregið í land á seinni árum. Ef til vill munu Úkraínumenn á endanum rata sömu leið, en sem stendur eru þeir uppteknir af að smíða sér þjóðarvitund, og eru notkun þeirra á austur-víkingunum einn liður í því.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
OriginStoriesValurGunnarssonMAritgerð.pdf | 745.03 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
SamningurLBS.pdf | 108.05 kB | Lokaður | Yfirlýsing |