is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Menntun framhaldsskólakennara >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37332

Titill: 
 • Fjármálalæsi í íslensku skólakerfi: Leiðin að markvissri kennslu.
 • Titill er á ensku Financial literacy in the Icelandic school system: The path to purposeful teaching.
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Fjármálalæsi er skilgreind sem lykilhæfni 21. aldarinnar enda mikilvægt að einstaklingar búi yfir fjárhagslegri seiglu í síbreytilegu nútíma samfélagi. Þó margt hafi verið gert á Íslandi til þess að efla fjármálakennslu virðist málaflokkurinn alltaf stranda. Mikilvægt er að stjórnvöld marki sér skýra stefnu við innleiðingu á fjármálalæsi en í þingsályktun um nýja menntastefnu til framtíðar er ekki minnst á fjármálalæsi. Markmið verkefnisins var að skoða hvernig fjármálakennsla getur orðið markvissari í íslensku skólakerfi. Gerð er grein fyrir hugtakinu fjármálalæsi og undirhugtakinu hagfræðilæsi ásamt þætti þeirra í efnahagslegri velferð einstaklinga og samfélagsins. Farið er yfir aðgerðir stjórnvalda og hagsmunaaðila í fjármálalæsi og staða kennslunnar í íslensku skólakerfi skoðuð. Unnin var eigindleg rannsókn með viðtölum við lykilaðila innan menntakerfisins og fulltrúa hagsmunaaðila. Gerð var ítarleg greining á birtingarmynd fjármálalæsi í aðalnámskrám og fjallað um leiðbeiningar OECD við innleiðingu fagsins í skólakerfi aðildarlandanna. Þá voru aðgerðir annarra landa skoðaðar í samanburði við aðgerðir Íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að utanumhald og eftirfylgni hafi verið helsti akkilesarhæll málaflokksins. Þrátt fyrir fullyrðingar ráðamanna og almenna trú um að áherslur á fjármálalæsi hafi verið auknar í aðalnámskrá 2013 er staðreyndin sú að dregið hefur verulega úr þeim og námskráin samræmist ekki kröfum alþjóðasamfélagsins þegar kemur að málaflokknum. Skortur er á námsefni og það sem er til snýr hvorki að öllum efnisþáttum né öllum aldurshópum. Þá er menntun og hæfni kennara einnig hindrun. Kennslu í fjármálum þarf að endurhugsa í ljósi breyttra tíma. Áherslur í menntamálum hafa færst úr þekkingu yfir í færni og í fjármálakennslu er aukin áhersla á viðhorf og hegðun í stað þekkingar. Fjármálakennslan fer að mestu fram í stærðfræði og er því mjög þekkingarmiðuð. Með þessum nýju áherslum ætti fagið aftur á móti að vera kennt með enn þverfaglegri hætti þvert á allar námsgreinar. Þannig má einblína betur á færni, viðhorf og hegðun. Í lok rannsóknar eru settar fram áhrifaríkar aðferðir til þess að innleiða kennsluna og leiðir til þess að gera hana markvissa.
  Lykilorð: hagfræðilæsi, fjármálalæsi, stafrænt fjármálalæsi, gagnrýnt fjármálalæsi og fjárhagsleg seigla

 • Útdráttur er á ensku

  In the ever-changing society of the 21st century, financial literacy has been acknowledged as an essential life skill. The financial crisis 2008 and the Covid-19 pandemic underline the significance of financial resilience more than ever as it becomes increasingly important to withstand unexpected economic difficulties. Although much has been done in Iceland to promote financial education, the implementation seems to be unsuccessful. This research aims to find ways in making financial education more purposeful in Icelandic schools. The definition of financial literacy and the sub-concept economic literacy are explained as well as their part in financial welfare of individuals and society. Actions taken by the government, private institutions and other beneficiaries are reviewed and the current situation of the subject in the Icelandic school system is examined.
  A qualitative research was conducted where teachers and representatives of beneficiaries were interviewed. A detailed analysis was done on financial literacy in the Icelandic curriculum. The OECD ‘s framework for implementation of financial education as well as actions taken by other countries are discussed. The results of the research indicate that lack of co-ordination and management has been a major barrier to financial education in Iceland. It is common public belief and alleged by governors that increased emphasis was made on financial literacy in the curriculum 2013. However, facts show quite the opposite and the curriculum does not meet the demands of today’s society regarding core competencies. Education materials do not meet the requirements for all ages or all components. Education and skills of the teachers are also an obstacle.
  Financial education needs to be rethought as emphasis in education has moved from knowledge to skill. In financial education there is also increased emphasis on attitude and behavior rather than knowledge. The financial education in Iceland is very knowledge-based as it is mostly taught through math classes when it should instead be taught as a wide cross curriculum subject. Such an approach would offer more focus on skills, attitudes, and behavior. In this research effective approaches are promoted to implement financial education to schools and ways to make the teaching purposeful.
  Keywords: economic literacy, financial literacy, digital financial literacy, critical financial literacy, and financial resilience.

Samþykkt: 
 • 7.1.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37332


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemma_yfirlýsing_20210106_0001.pdf226.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Fjármálalæsi í íslensku skólakerfi_Leiðin að markvissri kennslu.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna