Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37336
Verðbréfalán (e. security lending) er forsenda fyrir fjármálagjörninginn skortsölu sem er eitt af viðurkenndum verkfærum fjárfesta á fjármálamarkaði. Þrátt fyrir að verðbréfalán og skortsala séu hluti af fjárfestingagjörningum á erlendum mörkuðum virðist gjörningarnir ekki vera mikið stundaðir á íslenskum fjármálamarkaði. Er meginástæðan sú staðreynd að íslenskir lífeyrissjóðir hafa ekki heimild til að stunda útlánastarfsemi með verðbréf úr eignasöfnum sínum. Er því ekki grundvöllur fyrir virkum lánamarkaði og þar með er erfitt að taka skortstöðu á íslenskum hlutabréfamarkaði.
Í rannsókninni er leitast við að svara tveimur rannsóknarspurningum:
1. Hvað mögulegu áhrif myndi heimild fyrir Íslenska lífeyrissjóði til verðbréfalána hafa á íslenskan hlutabréfamarkað?
2. Hversu mikil áhrif myndi verðbréfaútlán hafa á ávöxtun sjóðanna?
Gerð er samantekt á nýlegum rannsóknum um áhrif skortsölu á erlendum hlutabréfamörkuðum til að sjá hvaða áhrif aukin skortstöðutaka myndi hafa á íslenskan hlutabréfamarkað á sama tíma reiknað er út hvað útlánastarfsemi skráðra hlutabréfa hefði á ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða.
Niðurstöður rannsóknarinnar eru að heimila ætti Íslenskum lífeyrissjóðum að ráðstafa hluta af eignasafni sínu til verðbréfalána. Útlánastarfsemin myndi auka ávöxtun sjóðanna. Með innleiðingu skortsölureglugerðar Evrópusambandsins er ekki hætta á að skortsala leiði til áhlaups á íslenskt fjármálakerfi þar sem reglugerðin kemur í veg fyrir nakta skortsölu. Rannsóknir sýna fram á að skortsala hjálpar til við verðmyndun hlutabréfa, kemur í veg fyrir eignabólur og minnkar sveiflur á hlutabréfaverði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Mastersritgerð_Heimild_Íslenskra_Lífeyrissjóða_til_verðbréfalána.pdf | 2,15 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman yfirlýsing Mastersritgerd.pdf | 2,62 MB | Lokaður | Yfirlýsing |