Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37339
Orkustefna stjórnvalda á Íslandi innifelur framtíðarsýn um sjálfbæra orkuframtíð byggða á gildum og markmiðum. Tilgangur þessarar rannsóknar er að leggja mat á hvernig megi raungera framtíðarsýnina hvað stjórnsýslu jarðhitamála varðar. Opinber stjórnsýsla jarðhita hefur umbreyst með markaðsvæðingu í anda nýskipunar í ríkisrekstri sem kallar á ný-weberskar hefðir í átt að samstarfsstjórnsýslu. Með umbótastofum, samstokkun og heildun með sameiginlegri gátt stjórnvalda er möguleiki á að hið opinbera geti stigið skref í átt að netvæddu stýrineti hins opinbera fyrir komandi tíma fjórðu iðnbyltingarinnar.
Hið kvika eðli jarðhitans fellur ekki vel að stífmótuðum stjórnsýsluferlum og af þeim sökum er mikilvægt að fyrirkomulag stjórnsýslunnar taki tillit til eðli auðlindarinnar. Aðgengi er takmarkað og nýting háð óvissu. Rannsóknin skilgreinir efnisákvarðanir útgefinna jarðhitaleyfa sem eru metnar út frá málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins. Með greiningarferli Williams var hægt að beita aðlögunarforystulíkani til að meta höfuðáskoranir stjórnvalda sem er áskorun umbreytinga til sáttar um vernd og nýtingu og áskorun aðgerða til að raungera þær breytingar sem aðgerðaáætlunin tilgreinir. Aðgerðaáætlunin dregur saman umbótatillögur og er hönnuð út frá átta þrepa líkani Kotters um breytingastjórnun. Með t.d. reglubundinni endurskoðun og ákvæðum um orkunýtni og umhverfisskilyrði í nýtingarleyfum er líklegra að markmið um sjálfbæra nýtingu auðlinda geti náðst. Umbótastofum er ætlað að styrkja tengslanet hins opinbera og opnar fyrir möguleika stýrineta. Með því að fylgja formi breytingastjórnunar má festa í sessi þær breytingar sem aðgerðaáætluninni er ætlað að innleiða og ná fram varanlegum áhrifum og stefnubreytingu í átt að framtíðarsýn Orkustefnunnar.
The Energy Policy of the Government of Iceland includes a vision for a sustainable energy future based on values and goals. The purpose of this research is to suggest a strategic plan for the adaptation of the Energy Policy for the public administration of geothermal energy in Iceland with the aim of successfully reaching the vision in near future. Public administration of energy in Iceland has reformed with the adaption of the New Public Management approach. The current need for administrative change is towards a Neo-Weberian State with the call for increased participation and collaboration of various public entities. With regular reform events, joined-up-governance and one-stop-shop interventions the administration could evolve towards a collaborative governance network through metagovernance making way for the fourth industrial revolution.
The dynamic nature of geothermal energy doesn’t match easily with rigid administrative processes and hence requires public administration to be adaptive to the nature of the resource. The known issues with geothermal are associated with its unknown characteristics and responses to exploitation with rare and unique surface manifestations which many prefer to protect rather than harness. The access to geothermal is hence limited and needs to be carefully monitored and controlled. This research brings forward a set of dilemmas which the licensing authority has encountered through its procedures which are analysed based on procedural principles of administrative law and processes. Through William’s diagnostic framework it was possible to apply the adaptive leadership model to determine the principal challenges of the administration which firstly is the transition challenge towards harmony for the protection and utilization of geothermal and secondly the activist challenge to set on course the strategic plan needed for empowering the needed change for the strategic plan proposed. The strategic plan is designed based on the eight-stage process of major change developed by Kotter. By e.g. periodic reviews, environmental conditioning and energy efficiency in utilization licenses it is deemed more likely that sustainable utilization can be achieved. Through anchoring the new approach, it is possible to achieve permanent effect and policy change towards the vision of the Energy Policy.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
scan.pdf | 175.23 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Stjórnsýsla jarðhitamála - Jónas Ketilsson.pdf | 2.28 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |