is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37361

Titill: 
 • „Fáðu þér eina smellý og chillaðu broski“: Um ensk aðkomuorð í slangurorðaforða unglinga á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Framlag þessa meistaraverkefnis er liður í rannsóknarverkefninu Íslenskt unglingamál: Rannsókn á samskiptaaðferðum í raungögnum, en tilgangurinn með því er að kortleggja ýmis einkenni íslensks unglingamáls. Ritgerðin snýr að orðmyndun í slangurmáli unglinga, sem er einn þáttur rannsóknarinnar. Þar sem unglingar eru eitt helsta hreyfiafl lifandi tungumáls geta rannsóknir á málnotkun þeirra ekki aðeins veitt okkur innsýn inn í málsamfélag þeirra, heldur einnig fært okkur mikilvægar vísbendingar um málbreytingar og málþróun. Með unglingamáli er átt við það málsnið sem unglingar temja sér í tal- og ritmáli, en það getur verið ólíkt á milli hópa og er síbreytilegt milli kynslóða. Í máli unglinga endurspeglast viðbrögð við breyttum aðstæðum, enda fara þeir að taka mun meiri þátt í samfélaginu en áður. Slangur er eitt aðaleinkenni unglingamáls og það skiptir miklu máli þegar kemur að sjálfsmynd unglinga og samskiptum þeirra við aðra.
  Mörk slangurs og almenns málfars eru óljós, slangur er síbreytilegt og felur í sér mismunandi merkingar og tilgang. Þrátt fyrir það hafa rannsóknir sýnt sams konar þróun unglingamáls þvert á landamæri og tungumál í gegnum tíðina, og meðal þess sem einkennir slangurmál unglinga í hinum vestræna heimi er hátt hlutfall enskra aðkomuorða. Markmiðið með þessari ritgerð er að kanna hlutfall og birtingarmyndir nýlegra aðkomuorða úr ensku í svörum sem safnað var með vefkönnun um slangur veturinn 2019–2020. Þátttakendur voru beðnir um nefna slanguryrði yfir hugtök úr almennu máli og voru svör við tólf þeirra valin til að fjalla um hér. Til samanburðar eru svör úr sams konar könnun sem lögð var fyrir unglinga tveimur áratugum áður, og þess vegna verður hægt að varpa ljósi á þróun.
  Samkvæmt niðurstöðum kannananna tveggja sem hér eru til umfjöllunar hefur hlutfall enskra aðkomuorða í slangurorðaforða unglinga á Íslandi aukist töluvert, og heldur færri tilraunir eru gerðar til þess að aðlaga aðkomuorðin að íslenskum rithætti. Tíðni aðkomuorða virðist hafa aukist á kostnað nýsköpunar í orðmyndun hvað varðar innlendan orðaforða en samt sem áður má greina nýjar og athyglisverðar leiðir í aðlögun aðkomuorða. Sem dæmi um slíkt má nefna augljós áhrif stafrænnar tækni á rithátt, frumlega notkun greinarmerkja og fjölbreytta leiki að framandi ritmyndum sem ýmist minna á erlend framburðareinkenni eða hefðbundnar íslenskar orðmyndunarleiðir.

 • Útdráttur er á ensku

  The current thesis is part of a larger research project, Icelandic Youth Language: An Empirical Study of Communicative Resources, that aims to map various characteristics of Icelandic youth language. This thesis focuses on a better understanding of one part of youth language, i.e. word formation in youth slang. As adolescents are one of the main driving forces of the living language, research of their language behaviour can not only provide us with insight into their language community, but also provide us with important clues about language change and development. Youth language refers to spoken and written language used by adolescents, but it differs between groups and varies from one generation to the next. Changed circumstances are reflected in the language of adolescents, as their social participation increases. Slang is one of the main characteristics of youth language and vital when it comes to creating identity and interacting with others.
  There is a thin line between slang and general language as slang is ever-changing and involves different meanings and social purposes. Nevertheless, research on youth language show that similar linguistic trends are found across languages, and among the characteristics of adolescents' slang in the Western world is a high proportion of English borrowings. The aim of this thesis is to examine the ratio of English borrowings in Icelandic youth slang and to inspect patterns of word formation. An online slang survey was conducted in 2019–2020 where participants were asked to list all the slang words they knew for each given concept. In order to shed light on patterns and trends in youth slang, answers to twelve of these concepts will be analyzed and compared to answers collected with a similar survey twenty years earlier.
  According to this comparison, the ratio of English borrowings in Icelandic youth slang has increased considerably, but nowadays, slightly fewer of them are grammatically adapted to Icelandic. The frequency of English borrowings seems to have increased at the expense of innovative word formation in Icelandic. However, new and interesting ways of adapting borrowings can be found in the answers. For example: Digital media is clearly influencing the spelling of slang words, punctuation marks and traditional Icelandic suffixes are used creatively, and words are often spelled in a certain way to indicate a particular pronunciation.

Samþykkt: 
 • 8.1.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37361


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_RagnheidurJonsd_2701892459.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_RagnheidurJonsd (1).jpg671.43 kBLokaðurYfirlýsingJPG