Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/37366
Circe (2018) er önnur skáldsaga bandaríska rithöfundarins og fræðikonunnar Madeline Miller. Bókin er sögð frá sjónarhorni forngrísku goðsagnapersónunnar Kirku og byggir á forngrískum goðsögum og öðrum skáldverkum þar sem Kirka kemur við sögu, þar á meðal Ódysseifskviðu (8. öld e.Kr.) Hómers. Miller vildi með bókinni koma með nýtt sjónarhorn á persónuna Kirku og sögu hennar sem hafði áður litast af karllægum sjónarmiðum skálda fyrri alda. Í þessari ritgerð verður fjallað um skáldsögu Miller og sjónum beint að birtingarmynd feðraveldis og nauðgunarmenningar í skáldsögunni. Skoðað verður hvernig valdaleysi og kúgun kvenna birtist í verkinu með áherslu á áhrif þess á aðalpersónuna Kirku. Að lokum verður greint hvernig Kirka berst gegn nauðgunarmenningu og undirokun feðraveldisins og samhliða því verður fjallað um hvernig Miller ögrar þar með fyrri orðræðu karlhöfunda um persónuna.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Baráttukonan Kirka - BA-Lokaritgerð - Unnur Steina Knarran Karls.pdf | 371.55 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlysing_Unnur Steina K Karls.pdf | 441.29 kB | Locked | Declaration of Access |