Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3737
Í þessari ritgerð er fjallað um listakonuna Rúrí. Hún fæddist árið 1951 í Reykjavík og lærði myndlist bæði hérlendis og í Hollandi. Rúrí er frumkvöðull á sviði gjörningalistar og innsetninga á Íslandi og verk hennar hafa vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis. Rúrí vakti fyrst til eftirtektar árið 1974 þegar hún framdi gjörninginn Gullinn bíll en hann fólst í því að ráðast að gullhúðaðri bensbifreið með sleggju í þeim tilgangi að vekja fólk til umhugsunar um efnishyggjusamfélagið og lífsgæðakapphlaupið. Árið 2003 var Rúrí fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum og sýndi þar verk sitt Archive-endangerded waters sem er gagnvirk fjöltækni-innsetning, óður til náttúrunnar og hugleiðing um gildi hennar í nútímanum. Náttúruvernd, tíminn og afstæði heimsins eru hugtök sem eru listamanninum hugleikin og ganga líkt og rauður þráður í gegnum verk hennar. Í þessari ritgerð er fjallað um inntak og boðskap verka Rúríar og þau skoðuð í listsögulegu samhengi. Auk þess er gerð tillaga að því hvernig fjalla má um heimspeki listar hennar, verk og feril í myndmenntakennslu á unglingastigi grunnskóla.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rúrí_fixed.pdf | 965,93 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |