is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37374

Titill: 
  • Áfengismarkaðurinn á Íslandi: Hver er staðan í dag og er þörf á breytingum til framtíðar?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Áfengismarkaðurinn á Íslandi hefur breyst mikið frá því að ríkisvaldið bæði framleiddi allt áfengi hér á landi og valdi hvaða vörur voru til sölu. Markmið rannsóknarinnar var að meta áfengismarkaðinn á Íslandi, hvernig staða hans er í dag og hvort þörf sé á breytingu. Margar umræður hafa átt sér stað um áfengismarkaðinn, innlendar vefverslanir hafa verið í fjölmiðlum síðastliðið ár og reglulega koma fram frumvörp á þingi um að afnema einkasölu á áfengi. Í þessari ritgerð varð markaðurinn skoðaður með það í huga og hvort sé þörf á breytingum.
    Verkefnið var unnið á innan við 5 mánaða tímabili og fólst sú vinna í gagnaöflun, bæði innanlands og erlendis. Rætt var við lykilstarfsmenn ÁTVR og Fríhafnarinnar en einnig var leitað ráða hjá samstarfsaðilum höfundar, bæði innlendum og erlendum. Rýnt var í starfsemi ÁTVR og annarra markaða hér á landi. Fyrst áfengi er ekki eins og hver önnur vara var einnig litið á hvernig heilbrigðisyfirvöld sjá áfengi og rök fyrir einkasölu út frá heilbrigðissjónarmiðum. Að lokum er litið á markaði sem hafa gefið áfengissölu frjálsa og einnig sambærilega markaði á norðurlöndunum, sem við berum okkur saman við.
    Er mat höfundar eftir þessa greiningu að það sé virk samkeppni á áfengismarkaðnum með 111 heildsala sem selja ÁTVR vörur, þar sem bæði ÁTVR og heildsalarnir veita hvor öðrum aðhald til að passa upp á vöruúrval í verslunum ÁTVR með þeim vöruvalsreglum sem er í gangi, þó svo eflaust mætti gera einhverjar fleiri breytingar á þeim og auka úrval í ákveðnum flokkum. Þar fyrir utan segja sérfræðingar í heilbrigðismálum að ein besta leiðin til að lágmarka skaða sem hlýst af áfengi sé að lágmarka aðgengi að áfengi og eru dæmi sem sanna það. Einnig sýna greiningar Samkeppniseftirlitsins að það er fákeppni á dagvörumarkaði og með það í huga að auka samkeppni hér á landi, þá er hæpið að það verði til bóta fyrir markaðinn. Ef áfengissala væri gefin frjáls myndi sölustöðum áfengis fjölga til muna, áfengisneysla myndi aukast og skaðsemi áfengis myndi aukast samhliða því. Hafa dæmi frá öðrum mörkuðum sem hafa áfengissölu frjálsa sýnt að verð lækkar á ódýrustu vörunum en meðalverð hækkar og sennilegt er að það sama myndi gerast hér á landi. Vöruval yrði sennilegast minna í flestum verslunum og hæpið er að söluverð héldist það sama um allt land. Þar fyrir utan er mikil meirihluti almennings ánægður með núverandi kerfi og ríkir einnig sérstök ánægja með starfsemi ÁTVR samkvæmt skoðanakönnunum. Þó þarf að koma erlendum vefverslun í eitthvað ferli, til að útrýma mismunun sem er til staðar á markaðnum.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað í 5 ár með samþykki Viðskiptafræðideildar.
Samþykkt: 
  • 8.1.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37374


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Friðbjörn Pálsson - Áfengismarkaðurinn á Íslandi.pdf4.95 MBLokaður til...21.02.2026HeildartextiPDF
Yfirlýsing Friðbjörn Pálsson lokaritgerð.pdf156.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF