is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37377

Titill: 
 • Innsýn í óhagkvæmni íslenska leigubifreiðamarkaðarins: Áhrif lagasetningar á samkeppni og velferð samfélagsins
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Markaður leigubifreiða á Íslandi er tekinn til skoðunar út frá lagaramma hans þegar kemur að samkeppnishæfni og velferð fyrir samfélagið í heild sinni. Markmið verkefnisins var að athuga hvort að núverandi lagarammi hafi heftandi áhrif á velferð samfélagsins og ef svo væri, hvernig hægt væri að leysa vandamál slíks lagaramma.
  Í upphafi er rýnt í sögu laganna á Íslandi, hver ástæða lagasetningar var og hvernig lögin hafa breyst með tímanum. Skoðuð er þróun mannfjölda, bílaflota og túrisma á Íslandi samhliða þróun atvinnuleyfa á markaði. Í seinni hluta ritgerðarinnar er fullkominn samkeppnismarkaður borinn saman við einokunarmarkað þegar kemur að nytjasköpun fyrir samfélagið. Hagræn greining er síðan framkvæmd á leigubifreiðamarkaði og er hann skilgreindur sem einokunarsamkeppnismarkaður, markaður þar sem lögin skapa inngangshindranir og mikinn framboðsskort á markaði. Afleiðingar framboðsskortsins eru há verð, allratap samfélagsins og markaðsbrestir á borð við ólöglegar Skutlara síður á samfélagsmiðlum líkt og Facebook til þess að vinna upp þá eftirspurn sem markaðurinn nær ekki að sinna.
  Litið er á niðurstöður rannsókna á leigubifreiðamörkuðum annara landa og lærdómar dregnir af þeim. Það er mjög fljótt skýrt að lítill hvati er fyrir fyrirtæki á markaðnum að bæta þjónustustig sitt eða stuðla að nýsköpun vegna þess að engin samkeppni er sannarlega til staðar. Aðeins verður pælt í nýlegum farveituþjónustum á borð við Uber og hvort að þar leynist lausn á markaðsbrestum af völdum leigubíla.
  Niðurstaðan er að opna ætti markaðinn fyrir farveituþjónustum til að auka samkeppni á markaði og auka nyt samfélagsins, eða í það minnsta auka fjölda atvinnuleyfa þar til framboð getur annast eftirspurn markaðarins.

Samþykkt: 
 • 8.1.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37377


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing_V.pdf723.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaritgerd_FINAL_Veturlidi_Ulfarsson.pdf601.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna