is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37389

Titill: 
 • MINILOOP. Viðskiptaáætlun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er viðskiptaáætlun fyrir fyrirtæki sem hefur fengið vinnuheitið MINILOOP, sem er fyrirtæki er mun sérhæfa sig í samnýtingu á fatnaði fyrir börn frá fæðingu til þriggja ára aldurs. Áætlunin er gerð til að fá innsýn í hvort hugmyndin sé vænleg til reksturs og hvort fyrirtækið geti orðið arðbært.
  Hjá MINILOOP verður hægt að vera í áskrift á barnafötum í stærðum 44 til 98. Á fyrstu tveimur árum í rekstri verður miðað við að einungis verði byrjað með stærðir 44 til 80 eða fyrir börn á aldrinum 0 til 18 mánaða.
  Áætlunin sýnir fram á hvernig rekstrinum muni hagað fyrstu þrjú árin, frá undirbúningsvinnu í fyrirtæki í rekstri. MINILOOP er umfangsmikill rekstur sem krefst mikils fjármagns. Stofnandi mun þurfa að leita á náðir fjárfesta við að koma rekstrinum á koppinn.
  Þjónustan mun fara fram á þann hátt að einstaklingar skrá sig í áskrift á fötnunum. Þeir velja þá stærð sem að barnið er í og fá senda pakka með annað hvort 15 eða 30 flíkum en það magn miðast við hálfan og heilan fataskáp barns í hverri stærð. Þegar barnið er að vaxa upp úr fötunum má panta næstu stærð, fá hana senda og hafa 4 virka daga til að skila hinum pakkanum öllum. Einstaklingar borga fast verð á mánuði fyrir þjónustuna en henni verður hægt að segja upp fyrirvaralaust.
  Þjónustan fer að mestu fram í gegnum heimasíðu fyrirtækisins, innheimta fer fram rafrænt og haldið er utan um birgðastöðu í sérstöku forriti sem heldur utan um hvar hver flík er hverju sinni.
  Fyrirtækið er umhverfisvænt fyrirtæki sem vinnur að því að draga úr sóun á fatnaði og stuðla að samnýtingu fjölskyldna á auðveldan og hagkvæman hátt fyrir fjölskyldur í íslensku samfélagi.
  Höfundur telur sig hafa öðlast nægilega reynsu og þekkingu í námi til að geta stofnað og rekið fyrirtækið.

Samþykkt: 
 • 11.1.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37389


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Júlía Sif Liljudóttir.pdf1.73 MBLokaður til...07.01.2031HeildartextiPDF
Yfirlýsing skemman Júlía Sif Liljudóttir.pdf386.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF