en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/37396

Title: 
  • Title is in Icelandic Alþjóðleg fjölskyldufyrirtæki í sjávarútvegi
  • International family businesses in fisheries and aquaculture
Degree: 
  • Master's
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Fjölskyldufyrirtæki eru mikilvægir þátttakendur í efnahag heimsins, en stór meirihluti allra fyrirtækja eru fjölskyldufyrirtæki. Undanfarin ár hafa fjölskyldufyrirtæki fengið aukna athygli fræðimanna og er það helst sérstaða þeirra sem gefur þar ástæðu til. Rannsóknir um fjölskyldufyrirtæki í sjávarútvegi eru aftur á móti af skornum skammti.
    Markmið þessarar rannsóknar er að greina stöðu fjölskyldufyrirtækja í sjávarútvegi í heiminum. Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með var: Af 100 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum heims miðað við skýrslu Undercurrent News frá árinu 2019 eru 54 þeirra einkarekin, hversu hátt hlutfall af þeim eru fjölskyldufyrirtæki? Ennfremur var skoðað hvernig hlutfallsleg skipting fiskveiða og fiskeldis er meðal stærstu einkareknu sjávarútvegsfyrirtækjanna og hver heimsálfa fyrir sig síðan skoðuð í því samhengi. Upplýsingum var safnað um hvert og eitt fyrirtæki út frá fyrirliggjandi gögnum og þau síðan greind samkvæmt skilgreiningu Peter Davis um hvað fjölskyldufyrirtæki er. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að af 54 stærstu einkareknu sjávarútvegsfyrirtækjum í heimi má flokka 39 þeirra sem fjölskyldufyrirtæki eða rúm 72%.

Accepted: 
  • Jan 11, 2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37396


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Yfirlysing um medferd lokaverkefna.pdf237.71 kBLockedDeclaration of AccessPDF
Alþjóðleg fjölskyldufyrirtæki í sjávarútvegi.pdf1.13 MBOpenComplete TextPDFView/Open