Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37398
Í þessari ritgerð er spurt hvort aðgerðir íslenskra yfirvalda hafi brotið á borgaralegu frelsi samkvæmt frelsisreglu John Stuart Mill. Gefin er samantekt á hugmynd Mill og helstu röksemdum hans. Gagnrýni Isaiah Berlin á frelsishugmynd Mill er rakin og metin og gert grein fyrir greinarmun Berlin á neikvæðu og jákvæðu frelsi. Það er fjallað er um hugtök Vilhjálms Árnasonar ‚griðaréttur‘ og ‚gæðaréttur‘. Það er fjallað um SARS-CoV-2 kórónuveiruna með það að markmiði að skýra uppruna hennar og hversu hættuleg hún er. Þá er farið yfir mögulegar aðgerðir stjórnvalda og farið yfir hvaða leið íslensk stjórnvöld fóru. Í lokin eru svo færð rök fyrir því að aðgerðir íslenskra stjórnvalda séu réttmætar í ljósi reglu John Stuart Mill um borgaralegt frelsi miðað við hversu hættuleg veiran hefur sýnt að hún er.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð-Steingrímur E Jónsson.pdf | 436.63 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman Yfirlysing um meðferð lokaverkefna- Steingrímur E Jónsson.pdf | 197.34 kB | Lokaður | Yfirlýsing |