Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37405
Í ritgerð þessari er sjónum beint að lýsingum tveggja franskra samtímahöfunda sem tilheyra tveimur ólíkum kynslóðum, þeirra Annie Ernaux og Leïlu Slimani, á stöðu kvenna í tveimur ólíkum samfélögum, Frakklandi og Marokkó. Fyrst er stíl þeirra og nálgun á viðfangsefnið lýst og gerður er samanburður á því hvernig þær setja fram sýn sína með áheslu á ótvíræð áhrif Simone de Beauvoir á hugmyndir þeirra um sjálfsmyndir kvenna og mismunun gegn þeim. Í öðrum kafla ritgerðarinnar er rýnt í verk Annie Ernaux og lýsingar hennar á því hvernig konur vinna úr stöðu sinni innan samfélagsins og fjölskyldunnar, í samböndum sínum við hitt kynið og í samhengi við móðurhlutverkið. Þriðji kaflinn tekur á sömu umfjöllunarefnum en með vísan til skáldverka Leïlu Slimani.
Ein meginniðurstaða rannsóknarinnar er áhersla beggja höfunda á gríðarleg áhrif andlegs álags í daglegu lífi kvenna á möguleika og líðan þeirra, sérstaklega er þetta áberandi þegar skáldsagnapersónan sem um ræðir er gift og á börn. Ennfremur eru áberandi, hjá báðum höfndum, neikvæð áhrif félagslegra væntinga og ímynda, sem haldið er að stúlkum frá unga aldri, á þroska þeirra, mótun sjálfsmyndar og sjálfstæði. Að auki dregur ritgerðin fram með hvaða hætti skáldverk þeirra Annie Ernaux og Leïlu Slimani leggja lóð á vogarskálar aukinnar umræðu, bæði kvenna og karla, um kynjamisrétti, andlegt og líkamlegt ofbeldi gagnvart konum og skort á þátttöku karla í umönnunarstörfum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-Aleksandra Basalyga.pdf | 619,87 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_Declaration_of_access.pdf | 338,22 kB | Lokaður |