is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3740

Titill: 
  • „Hver er fullorðni aðilinn í þessu sambandi?“ Mat á mentorverkefninu Vináttu sem hluta af námi í framhaldsskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsóknin beinist að mentorverkefninu Vináttu sem hluta af námi í framhaldsskólum og er helsta markmið hennar að varpa ljósi á uppbyggingu náms í framhaldsskólum sem byggja á hugmyndafræði mentorverkefnisins Vináttu. Einnig að greina hvað getur stuðlað að framgangi verkefnisins og hvað hindrar það helst að verkefnið verði hluti af námsframboði framhaldsskóla. Tilgangur rannsóknarinnar er einnig að kynna verkefnið fyrir kennurum og öðru starfsfólki og máta það inn í nýja menntastefnu hér á landi með það fyrir augum að mentorverkefnið festi rætur í íslensku skólakerfi.
    Í rannsókninni er stuðst við aðferðarfræði starfendarannsókna (e. action research). Í henni er stuðst við kenningar um skólaþróun, fagmennsku (e. professionalism) kennara, einstaklingsmiðað nám og kenningar um hugsmíðahyggju (e. constructivism). Gagnaöflun fyrir rannsóknina skiptist í þrjú tímabil: a) frá skólaárinu 2003-2004 var unnið úr skólanámskrám og skólaskýrslum Kvennaskólans í Reykjavík b) skólaárin 2006-2009 var unnið úr dagbókum, umsóknum og viðtölum mentora úr Kvennaskólanum í Reykjavík og c) frá skólaárinu 2008-2009 tóku mentorar þátt í að meta yfirstandandi starfsár með því að svara spurningalista. Spurningalisti var einnig sendur til félagsgreinakennara og náms- og starfsráðgjafa til þess að kanna þekkingu þeirra á mentorverkefninu Vináttu og hvort þeir teldu mikilvægt að nám í félagsgreinum fari einnig fram á vettvangi.
    Helstu niðurstöður voru að mentorverkefnið Vinátta byggir á hugmyndum sem tengdar eru hugsmíðahyggju og hugmyndafræði þar sem lögð er áhersla á félagslegan jöfnuð og ábyrga samfélagslega þátttöku. Allt frá fyrsta starfsári verkefnisins í skólanum hefur Mentorverkefni Vinátta gengið vel í Kvennaskólanum í Reykjavík. Nám í anda mentor og mentoring gerir kennurum kleift að fara sínar eigin leiðir að þeim markmiðum sem stefnt er að í skólastarfinu og hugmyndafræði mentorverkefnisins fellur vel að ríkjandi menntastefnu. Til þess að tryggja framgang verkefnisins innan framhaldsskólans þarf að taka mið af skólamenningu hvers skóla. Nauðsynlegt er einnig að kynna hugmyndafræði og mat á verkefninu betur fyrir starfsmönnum skóla og efla þar með faglega umræðu um nám og kennslu til að skapa tækifæri fyrir virkari þátttöku kennara í breytingum á skólastarfi.

Samþykkt: 
  • 5.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3740


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vinatta_heild_fixed.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna