Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3741
Viðfangsefni rannsóknarinnar er að kanna umsvif og áhrif herja Breta og Bandaríkjamanna, Banadamannaherja, í Borgarnesi og nágrennni á árum seinni heimsstyrjaldarinnar 1940-1945. Rakið verður hver hlutur Borgarnes og uppsveita Borgarfjarðar var í varnarviðbúnaði Bandamanna á þessum árum í svokölluðu norðvesturumdæmi er náði frá Borgarfirði í suðri að Skaga í norðri. Farið verður ofan í saumana á samskiptum íbúa og herliðs og það kannað, hvernig hreppsyfirvöld í Borgarnesi brugðust við komu hundruð hermanna í þorpið. Þá verður leitast eftir því að draga upp sem gleggsta mynd af Borgarnesi um það leyti sem Bretar hernámu hér land vorið 1940.
Færð verða rök fyrir því að sambúð hers og íbúa hafi verið yfir allt tímabilið góð, þó einstaka kvartanir hafi borist til yfirvalda eins og greint verður frá í rannsókninni. Fjöldi hermanna var nánast jafn íbúum Borgarnes er herinn hafði aðsetur þar og er það ein af þeim ástæðum að þetta tiltekna svæði á landinu er tekið til skoðunar. Rannsóknin er óbeint liður í því að kortleggja umsvif Bandamannaherja á einstökum svæðum á Íslandi á árum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Heidars_fixed.pdf | 334.52 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |