is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37420

Titill: 
  • „Ef ég hefði ekki farið í ART, væri ég örugglega ennþá að graffa sundlaugina eða eitthvað“:Reynsla nemenda á framhaldsskólabraut og ART þjálfun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast skilning á reynslu ungmenna sem eiga í hegðunar- og félagsvanda í námi og skóla og á upplifun þeirra á ART þjálfun í framhaldsskóla. Rannsóknin byggir á sex hálfopnum viðtölum þar sem notast var við markvisst úrtak við val á viðmælendum sem allir eiga það sameiginlegt að hafa verið í að minnsta kosti tveimur ART áföngum í Verkmenntaskóla Austurlands. Meginniðurstöður rannsóknarinnar hvað varðar reynslu viðmælenda minna af námi og skólagöngu, leiddu í ljós að ungmennin upplifðu öll ákveðnar hindranir í skólagöngu sinni, hvort sem um var að ræða persónulegar eða utanaðkomandi hindranir. Viðmælendur samsömuðu sig öðrum nemendum sem hefja nám á almennri braut í framhaldsskóla, hvað það varðar að þau þurfa meiri undirbúning og stuðning. Hvað varðar ART þáttinn, leiddu niðurstöður í ljós að upplifun viðmælenda minna af ART þjálfuninni höfðu jákvæð áhrif á skólagöngu þeirra í framhaldsskóla og einnig á lífsýn þeirra til framtíðar. ART þjálfunin hafði einnig áhrif á samskiptahæfni þeirra og þau áttu auðveldara með að setja sig í spor annarra og töldu sig félagslega sterkari. Einnig leiddi rannsóknin i ljós að ART kennarinn eða þjálfarinn gegnir veigamiklu hlutverki í þjálfuninni. Hvað varðar upplifun viðmælenda minna af ART þjálfun leiddu niðurstöður í ljós að ART þjálfun í VA er í samræmi við rannsóknir sem gerðar hafa verið á ART þjálfun í forvarnarstarfi. Í ART tímum var verið að vinna með hegðunarlega, tilfinningalega og vitsmunalega þætti sem er í samræmi við hugmyndafræði ART meðferðarinnar. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að skortur á sjálfstrausti og trú á eigin getu má m.a. rekja til veiks bakgrunns, mótlætis, námserfiðleika og skort á stuðningi foreldra hjá viðmælendum.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal/objective of this research was to gain insight in the lives of young adults with behavioral and social problems in education and school and their experience and of ART training in upper secondary school, The research undertaken in this thesis was structured with six semi-open interviews where a systematic sample was used in the selection of interviewees who were all enrolled in at least two ART courses at Verkmenntaskóli Austurlands. The conclusion in this thesis is that young adults with behavioral and social problems all experience some kind of barriers in their studies, whether it was personal or external. The interviewees identified with other students who begin their studies in general at upper secondary school, in that they need more preparation and support. Regarding ART, the conclusions indicate that the interviewees experience positive influence from their ART studies, citing a positive effect on their studies and their expectations for the future. ART also had a positive effect on their communications and interactions with fellow students as they claimed to experience more confidence and found it easier to see things from other perspective. Additionally, the research came to the conclusion that the role of ART teacher plays an important role and has a significant effect on how students participate in class. Furthermore, the conclusion is consistent with the literature and other research on ART. In the ART era, behavioral, emotional and intellectual aspects were being worked on that are in line with the philosophy of ART therapy The conclusion of this research indicates that young adults with low self-confidence and little belief on their own doing can be traced to weak background, learning difficulties, adversity and lack of support from parents.

Samþykkt: 
  • 11.1.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37420


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing um meðferð lokaverkefna_Hildur Ýr.pdf303.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Ef ég hefði ekki farið í ART, væri ég örugglega ennþá að graffa sundlaugina eða eitthvað_01.02.21.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna