is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37422

Titill: 
  • „Það grætur ljóð í brjósti mér... kæru vinir" Um ljóðræna eiginleika í leikverkum Nínu Bjarkar Árnadóttur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Nína Björk Árnadóttir er best þekkt sem ljóðskáld en á rithöfundarferli sínum skrifaði hún einnig leikrit og skáldsögur. Leiklistin var henni hjartfólgin en Nína Björk lærði leiklist í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur og nam leikhúsfræði í Kaupmannahöfn.
    Í þessari ritgerð verða stílbrögð og eiginleikar leikverka Nínu Bjarkar skoðuð með það að markmiði að varpa ljósi á sérstöðu hennar á sviði leikritunar á íslensku. Megináhersla er lögð á ljóðræna eiginleika leikverka hennar en Nína Björk hafði gefið út nokkrar ljóðabækur áður en hún sneri sér að skrifum leikrita. Þá er sjónum beint að leikritinu Fugl sem flaug á snúru frá árinu 1985 en það er jafnframt síðasta leikverk Nínu Bjarkar sem var sviðsett. Leikritið fjallar um ástina og hamingjuna og hversu brothætt og hverful bæði getur verið.
    Í leikverkum Nínu Bjarkar er að finna töluvert af ljóðlínum en einnig eru heil ljóð endurtekin innan þeirra. Táknmyndir og táknrænar persónur eru áberandi en sumar persónur Nínu bera til að mynda ekki nöfn. Hún skrifar iðulega um konur og aðra jaðarhópa samfélagsins þar sem raddir þeirra og upplifanir fá hljómgrunn. Heimur leikverka hennar er jafnframt gjarnan dapur og kaldrifjaður. Þrátt fyrir það er von í brjósti persónanna um að bráðum komi betri tíð.
    Í Fugl sem flaug á snúru er flakkað milli nútíðar og fortíðar en einnig fléttast raun- og táknsæi saman innan verksins. Margar persónur verksins hafa þurft að sæta mikið ofbeldi og eru afleiðingum þess gerð greinagóð skil. Ungi maðurinn með rós stingur í stúf við aðrar persónur verksins en hann hafnar gildum samfélagsins og vill einungis týna rós á dag. Tilvist hans í raunheimum verksins er dregin í efa alveg frá byrjun en út frá því sjónarmiði er hann táknmynd ástarinnar og rósirnar sem hann týnir tákna hamingjuna. Ungi maðurinn er einnig í hópi þeirra sem eru vænglausir fuglar en þeim hópi tilheyra þeir sem misst hafa vonina um að einn daginn upplifi þau ást og hamingju.

Samþykkt: 
  • 11.1.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37422


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katla_Arsaelsdottir_BA_ritgerd_LOKA.pdf436,15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_pdf.pdf133,22 kBLokaðurYfirlýsingPDF