is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37423

Titill: 
  • Viðskiptaáætlanir og ófyrirséðir atburðir: Rýni á aðferðarfræði áætlunargerðar með tilliti til ófyrirséðra atburða
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi ber saman almenna aðferðafræði, kenningar og hugmyndafræði sem ætlað er að takast betur á við breytileika og ófyrirséða atburði. Með almennri aðferðafræði er átt við viðskiptaáætlanir sem byggja á grunnstoðum áætlunargerðar, svo sem markaðsgreiningar með SVÓT (e. SWOT) og fimmafla kenningu Porters, auk þeirrar forsendu að rekstrar-, fjárhags- og framkvæmdaráætlanir og rekstrartengd markmið eru iðulega settar fram til eins árs eða lengur. Þær kenningar sem verða skoðaðar með tilliti til ófyrirséðra atburða eru til að mynda kenningar Nassim Taleb um svarta svani (e. black swan) og óviðkvæmni (e. antifragile), kenningar Mintzberg um innkomandi strategíur, kenningar Mortlidge og Player um spágerðir og rekstrarstjórnunarhugmyndir eins og umframfjárhagsáætlanir (e. Beyond budgeting), straumlínu (e. Lean) og sveigjanleika (e. Agile). Nokkur raundæmi þar sem breytingar á viðskiptaáætlunum á tímum kórónuveirufaraldursins eru skoðaðar með fulltingi símaviðtala við fjóra rekstraraðila í mismunandi iðnaðargreinum. Því næst eru gerðar tvær viðskiptaáætlanir fyrir Hótel Læk; önnur er byggir á almennri aðferðarfræði og hin byggð á kenningum og hugmyndafræði með tilliti til ófyrirséðra atburða. Áætlanirnar tvær eru svo bornar undir eiganda hótelsins og forstöðumanns fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar til skoðunar og gagnrýnis.
    Ritgerðin er byggð á tveimur meginrannsóknarspurningum:
    1. Hvaða aðferðarfræði til áætlunargerðar hentar best með tilliti til ófyrirséðra atburða?
    2. Hafa ófyrirséðir atburðir áhrif á uppsetningu og notkun áætlana?
    Ekkert endanlegt svar fæst við fyrri rannsóknarspurningunni; slíkt mun ávallt vera háð persónulegu mati, en vonandi hjálpar ritgerðin lesandanum að mynda sér sína eigin skoðun. Höfundur setur upp eigin útfærslu á aðferðarfræði fyrir fyrri rannsóknarspurninguna sem finna má í niðurstöðum þessarar ritgerðar. Sú útfærsla er blanda af kenningum og hugmyndum úr fræðilega kaflanum. Eigindleg viðtöl við rekstraraðila og forstöðumanns fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar benda til þess að ófyrirséðir atburðir hafa áhrif á uppsetningu og notkun viðskiptaáætlana auk þess að breytingarnar má gjarnan tengja við fræðilega hlutann sem snýr að aðferðafræði tileinkaðri ófyrirséðum atburðum.

Samþykkt: 
  • 11.1.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37423


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðskiptaáætlanir og ófyrirséðir atburðir.pdf6,09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan 8 Jan 2021 at 18.48.pdf410,68 kBLokaðurYfirlýsingPDF