is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37434

Titill: 
  • Vímuefnanotkun einstaklinga með þroskaröskun: Meðferðarúrræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um einstaklinga með þroskaröskun og vímuefnavanda og hvaða meðferðarúrræði henta best fyrir þennan viðkvæma hóp. Til hliðsjónar eru hafðar Vistfræðikenning Urie Bronfenbrenners, Félagsnámskenning Alberts Bandura og kenning Travis Hirschi‘s um Félagslegt taumhald. Fjallað er um hvaða greiningarviðmið þurfi að vera með til að greinast með þroskaröskun, hvernig vímuefnavandi er skilgreindur og hvað er átt við með hugtakinu skaðaminnkandi hugmyndafræði. Rannsóknir eru skoðaðar til að kanna hvort sértæk meðferðarúrræði fyrir einstaklinga með vitsmunalegar fatlanir séu til og hvort eða á hvaða hátt þau eru frábrugðin þeim úrræðum sem nú þegar eru til staðar á Íslandi. Félagsráðgjafar og annað starfsfólk sem vinnur með þessum hópi einstaklinga þarf að vera vakandi fyrir einkennum vímuefnavanda og gæta þess að vanmeta hann ekki. Tilhneiging er til þess að vanmeta vandann og gera lítið úr honum þegar kemur að einstaklingum með þroskaröskun og er því hætta á að gripið sé of seint inn í og vandinn orðinn mikill. Helstu meðferðarúrræði á Íslandi eru skoðuð og lítillega fjallað um hvert þeirra. Ekkert þessara úrræða vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræðinni eða með því að fara eftir atferlismótandi einstaklingsáætlunum og ótakmarkaðri tímalengd eða þeirri eftirfylgni sem þarf að vera til staðar svo vel eigi að vera. Liðsaukinn er úrræði á vegum Reykjavíkurborgar sem þjónustar einstaklinga með þroskaraskanir og vímuefnavanda í sjálfstæðri búsetu og er það eina úrræðið sem vinnur eftir aðferðum sem hentar fólki með þroskaröskun en fellur þó ekki undir að vera meðferðarúrræði. Frú Ragnheiður sinnir jaðarsettum einstaklingum eftir skaðaminnkandi hugmyndafræðinni og fá þeir þar aðgang að heilbrigðisþjónustu og ráðleggingar til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnanotkunarinnar. Einstaklingar með þroskaröskun eiga ekki í mörg hús að venda þegar kemur að því að fara í vímuefnameðferð og þörf er á úrbótum.
    Lykilorð: Þroskaröskun, vímuefnavandi, meðferðarúrræði, skaðaminnkun og félagsráðgjöf

Samþykkt: 
  • 11.1.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37434


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerð_Guðbjörg_Fjóla_Halldórsdóttir_2021.pdf439.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Skemman.pdf443.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF