is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37445

Titill: 
  • Titill er á spænsku Basta ya de santas, vírgenes y mártires. Subjetividad femenina en las obras de las escritoras panameñas Melanie Taylor, Lili Mendoza y Annabel Miguelena
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð, sem unnin er til fullnustu MA gráðu í spænsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, er sjónum beint að bókmenntum og menningarfræðum Rómönsku-Ameríku. Sérstök áhersla er lögð á samtímabókmenntir sem skrifaðar eru af konum og til greiningar voru valin verk þriggja ungra rithöfunda frá smáríkinu Panama í Mið-Ameríku. Höfundarnir sem um ræðir eru Melanie Taylor, Annabel Miguelena og Lili Mendoza. Markmið rannsóknarinnar var að greina birtingarmyndir kvenpersóna þeirra í þremur nýlegum smásagnasöfunum, Camino a Mariato (2009), Amo tus pies mugrientos (2011) y Corazón de Charol A-go-gó (2010), og bera þær saman við staðalmyndir fyrri tíma. Spurt var hvernig skáldkonurnar takast á við og ögra ríkjandi hugmyndum um stöðu og hlutverk konunnar samkvæmt því sem kallað hefur verið „marianismo“ á spænsku og vísar til hugmyndarinnar um konur sem undirgefnar, þjónandi og líknandi meyjar og eiginkonur.
    Í fyrsta hluta ritgerðar eru nýir straumar og kenningar innan femínisma og eftirnýlendufræða (e. postcolonial) kortlagðar. Því næst er sjónum beint að frásagnaraðferðum verkanna enda nýbreytni formsins og aðferðir fantasíunnar þar áberandi. Að lokum er sjónum beint að afbyggingu smásagnasafnanna á hinni hefðbundnu ímynd konunnar. Samnefnari verkanna felst í því að ráðist er til atlögu við ríkjandi hugmyndir um bið kvenna eftir draumaprinsum, kynhvatarleysi þeirra og meðfædda móðurást. Niðurstöður greiningarinnar staðfesta að í verkum umræddra rithöfunda er brugðið upp nýstárlegum hugmyndum um konur samtímans. Þær efast, andmæla og hafa mótað sér eign skoðanir og viðmið, óháð viðteknum gildum og staðalmyndum samfélagsins. Jafnt höfundarnir sem og sögupersónur þeirra verða þannig þátttakendur í uppreisn gegn hefðum og hefðbundnum viðhorfum feðraveldis.

Samþykkt: 
  • 12.1.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37445


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ana María Vázquez Mille MA Thesis.pdf743.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Declaration of access.pdf262.43 kBLokaðurYfirlýsingPDF