is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37448

Titill: 
  • Horf sagna í íslensku og rússnesku; Yfirfærsla formgerðar sagnahorfa og merkingu forskeyta tungumálanna á milli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um sagnahorf og birtingarmynd þeirra í rússnesku og íslensku. Umfjölluninni er ætlað að skýra mismun eða hliðstæður formgerða sagnahorfa tungumálanna á milli og kanna með hvaða hætti yfirfærslu þeirra hefur verið háttað í þýðingum milli tungumálanna. Í þeim tilgangi er horf sagna út frá framsetningu annars vegar og merkingu hinsvegar skilgreint í báðum tungumálum og skoðað hvernig íslenskir þýðendur hafa þýtt horf í rússnesku skáldverki yfir á íslensku. Bent er á að formgerð horfa er töluvert frábrugðin tungumálanna á milli. Þannig eru horf í rússnesku háð fastmótuðum reglum sem notendum tungumálsins ber að þekkja en horf í íslensku skipa veigaminni sess og er skilgreining þeirra enn í dag þrætuepli sérfræðinga. M.t.t. framsetningar eru horf á rússnesku jafnan tjáð með afleiddri orðmyndun, forskeytum eða hljóðvörpun sérhljóða en íslensk sagnahorf einungis í samsettri beygingu orðasamband sem samanstanda af aðalsögn og hjálparsögn. Merkingarfræðilega tjá horf beggja tungumála afstöðu til líðandi tíma og innifela bæði ólokið og lokið horf. Á rússnesku má þó ná fram mun sérhæfðari merkingu með notkun forskeyta sem færa merkingu sína á óhlutstæðan hátt á innbyggða merkingu sagnorðsins sem um ræðir.

Samþykkt: 
  • 12.1.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37448


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Horf sagna í íslensku og rússnesku.pdf1,13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman- Yfirlýsing.pdf48,34 kBLokaðurYfirlýsingPDF