is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3745

Titill: 
  • Réttur íslenskra barna til að tjá sig í forsjár- og umgengnisdeilum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frá því í byrjun 20. aldar hefur verið unnin mikil vinna á alþjóðavettvangi, aðallega á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, er varðar mannréttindi. Sú vinna hefur m.a. haft þær afleiðingar að hugtakið ,,réttindi barna” varð til og hefur það verið í stöðugri þróun. Réttindi barna sem einstaklinga hafa þar af leiðandi fengið mun meira vægi en áður var. Þegar fyrstu lögin sem áttu sérstaklega við um börn voru sett hér á landi árið 1921, var gífurleg áhersla lögð á foreldravaldið og réttarstaða barna skilgreind eftir því hvort þau voru skilgetin eða óskilgetin. Þýðingarmesta áfanganum var náð þegar Sameinuðu þjóðirnar komust að samkomulagi um Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, hér eftir kallaður Barnasáttmálinn. Hann var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, fullbúinn til undirritunar og fullgildingar þann 20. nóvember 1989 og tók gildi á Íslandi árið 1992. Í Barnasáttmálanum er lögð áhersla á að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt ráða úrslitum er kemur að ákvarðanatöku sem snertir börn og mikilvægi þátttöku barna við slíka ákvarðanatöku. Þátttaka barna getur falist í ýmsu og fjalla nokkur af meginákvæðum sáttmálans á einhvern hátt um þátttöku, m.a. 12. gr. um réttinn til að tjá skoðanir sínar og að tekið sé fullt tillit til þeirra, 13. gr. um tjáningarfrelsið, 14. gr. um réttinn til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar og 15. gr. um félaga- og fundafrelsi. Í þessari ritgerð er kannað hvort að réttur barnsins til að tjá sig í forjár- og umgengnisdeilum sé tryggður á Íslandi. Undirstaða þessa réttar er 12. gr. sáttmálans og því er fjallað ítarlega um bæði sáttmálann og greinina sem slíka. Þá er íslenska lagaumhverfið skoðað með það í huga hvort að þýðing greinarinnar sé hér að fullu tryggð með lögum. Framkvæmdin er skoðuð að einhverju leyti, með tilliti til lagagreinanna, þó að tilteknir dómar eða úrskurðir verði ekki teknir til skoðunar.

Samþykkt: 
  • 5.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3745


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hanna_Borg_Jonsdottir_fixed.pdf254.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna