is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37457

Titill: 
  • Ekki bara eitt fyrirtæki heldur heilt menntakerfi: Eigindleg rannsókn á innleiðingu og framkvæmd framahaldsskólalaga nr. 92/2008
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessar rannsóknarinnar eru tvíþætt. Annars vegar að skoða hvernig yfirvöld menntamála stóðu að undirbúningi og innleiðingu nýrra framhaldsskólalaga og hins vegar að skoða og varpa ljósi á innleiðingu laganna í þremur gamalgrónum framhaldsskólum með það að markmiði að auka skilning á starfi skólastjórnenda sem stýra krefjandi breytingarferli.
    Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi:
    1. Hvernig stóðu stjórnvöld að innleiðingu nýrra framhaldsskólalaga frá árinu 2008?
    2. Hvernig stóðu framhaldsskólarnir að útfærslu laganna í skólunum og undirbúningi að framkvæmd þeirra?
    3. Hver var reynsla og lærdómur stjórnenda framhaldsskólanna í breytingaferlinu?
    Sú rannsóknarnálgun sem notuð er í rannsókninni er eigindleg tilviksrannsókn og var gagna aflað með átta hálfopnum viðtölum. Þrjú viðtöl voru tekin við aðila á stjórnsýslustiginu og fimm við stjórnendur sem tóku þátt í breytingaferlinu í framhaldsskólunum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að innleiðing stjórnvalda á nýjum lögum um framhaldsskóla hafi ekki gengið sem skyldi. Margar ástæður liggja þar að baki og fyrstar má telja efnahagshrun og úrelta kjarasamninga. Þrátt kynningar á lögunum í framhaldsskólum landsins virðist sem hugmyndafræði og andi laganna hafi ekki náð til allra kennara.
    Niðurstöðurnar benda einnig til þess að forsvarsmenn breytinganna í framhaldsskólunum hafi ekki náð að sannfæra alla kennara um að vinna að útfærslu laganna og undirbúningi að framkvæmd þeirra í skólunum. Ýmis atriði liggja því til grundvallar svo sem efnahagshrun og gamlir kjarasamningar, dreifstýringaráhersla laganna, sem og sterkar hefðir og tilhneiging til að viðhalda óbreyttu ástandi.
    Að auki benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að samstarf og samræða kennarahópa hafi stuðlað að lærdómsmenningu innan þeirra. Það eru því vísbendingar um að ýmsir angar skólaþróunar hafi náð að skjóta rótum í skólunum, þrátt fyrir að útfærsla og framkvæmd laganna hafi ekki gengið snurðulaust fyrir sig.

Samþykkt: 
  • 14.1.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37457


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerd_AO_lokaskil_2.pdf717,33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýs um meðferð lokaverkefna.pdf61,35 kBLokaðurYfirlýsingPDF