Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37458
Markmið ritgerðarinnar er að draga ályktanir af dómum Hæstaréttar um gildi og tilurð afleiðusamninga. Til samanburðar er rýnt í dómaframkvæmd Hæstaréttar Noregs.
Álitaefnum ritgerðarinnar er skipt í þrjá flokka. Ályktanir af þeim dómum sem hafa gengið um fyrsta flokkinn, sem varðar stofnunarhætti afleiðusamninga, eru að skuldbindingargildi afleiðusamninga er ekki bundið við tiltekið form og að athafnaleysi getur haft þau réttaráhrif að afleiðusamningur telst skuldbindandi. Ályktanir af fyrirliggjandi dómaframkvæmd um annan flokkinn, sem lýtur að inntaki hugtaksins afleiðusamningur, er að samningur þarf aðeins að leiða andvirði sitt af gildi annarra þátta til að teljast afleiðusamningur. Hafi samningur verðtryggingarákvæði og er um sparifé eða lánsfé, telst hann þó ekki afleiðusamningur. Þriðji flokkurinn snýr að gildi afleiðusamninga og er þar deilt um skuldbindingargildi afleiðusamnings, skaðabótaskyldu eða hvort tveggja. Ályktanirnar eru í fyrsta lagi að við mat á afleiðingum vegna brota á löggjöf um verðbréfaviðskipti, hvort sem það er á eldri lögum nr. 33/2003 eða núgildandi lögum nr. 108/2007, er einkum litið til þess hvort fjármálafyrirtæki veitti viðskiptavini viðunandi upplýsingar um áhættu afleiðusamninga. Í öðru lagi að tómlæti er áhrifamikið hvað varðar tilkynningarskyldu um vanefnd en ekki við innheimtu krafna. Í þriðja lagi að almennt má framkvæmdastjóri ekki stunda afleiðuviðskipti fyrir hönd félags en prókúruhafi má það ef afleiðuviðskiptin eru innan tilgangs rekstursins. Í fjórða lagi að neikvæð verðþróun afleiðusamninga getur ekki réttlætt ógildingu, jafnvel þótt þróunin sé jafn afdrifarík og í efnahagshruninu. Í fimmta lagi að það hefur ekki áhrif á skuldbindingargildi afleiðusamnings að fjármálafyrirtæki fari út fyrir starfsheimildir sínar. Í sjötta lagi að afleiðusamningar eru ekki fjárhættuspil eða veðmál. Í sjöunda lagi að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis ein og sér nægir ekki til sönnunar á svikum við samningsgerð með markaðsmisnotkun.
Þegar öllu er á botninn hvolft gegna almennar reglur kröfuréttar lykilhlutverki í úrlausn framangreindra álitaefna, bæði í íslenskum og norskum rétti.
The objective of this thesis is to draw conclusions from Icelandic case law regarding the validity and formation of derivative contracts. Accordingly, the case law of the Supreme Courts of Iceland and Norway is carefully examined, the latter for comparison.
The issues of this thesis are divided into three categories. The conclusions are as follows: (1) regarding the establishment of derivative contracts, the validity of derivatives is not limited to a specific form and omission to act may cause derivatives to be binding; (2) concerning what the term ‘derivative’ entails, any contract that derives its value from other factors is a derivative, unless it revolves around savings or credit in Icelandic króna and stipulates an indexation provision; and (3) relating to the validity of derivate contracts, where one party demands the invalidation of a derivative contract, tort liability or both. Firstly, in assessing the effect of violations of the Securities Trading Act, a key consideration is whether a customer was informed adequately on the risks of derivatives. Secondly, passive negligence has a great effect on reporting obligations of defaults, but not on collection of claims. Thirdly, a managing director may not enter into derivative contracts on behalf of a company, but a procuration is sufficient if it is within the purpose of the company. Fourthly, adverse effect does not invalidate a derivative contract. Fifthly, a derivative contract is valid even if the financial undertaking was not permitted to enter into it as per its operating permit. Sixthly, derivative trading is not equivalent to gambling. Lastly, the Report of the Investigation Commission of the Althing alone is not sufficient to prove fraud in contractual process by market abuse.
Overall, the general principles of obligation law play a key role in resolving the abovementioned issues, both in Icelandic and Norwegian case law.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
alexanderbeidni.pdf | 409.37 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna | |
2021 01 10 - Alexander Hafþórsson - ML ritgerð - Gildi og tilurð afleiðusamninga.pdf | 707.27 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |