is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37459

Titill: 
 • Örorkumat á Íslandi og í Danmörku. Hvernig má draga lærdóm af matsmálum í Danmörku? Tillögur til breytinga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi ber heitið ,,Örorkumat á Íslandi og í Danmörku. Hvernig má draga lærdóm af matsmálum í Danmörku? Tillögur til breytinga.“
  Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að varpa ljósi á mat á varanlegri örorku á Íslandi og í Danmörku. Skoðað verður hvernig örorkumat er framkvæmt, af hverjum og á grundvelli hvaða
  gagna.
  Fyrri hluti ritgerðarinnar fjallar um mat á varanlegri örorku á Íslandi. Yfirleitt koma læknir og lögfræðingur að örorkumati og algengast er að lögmaður tjónþola og tryggingafélag, sem ábyrgð ber á tjóni, komi sér saman um útfærslu til að framkvæma örorkumat utan réttar.
  Ef tjónþoli er ósáttur við frummat getur hann leitað til örorkunefndar eða óskað eftir dómkvaðningu matsmanna. Deilt hefur verið um hæfi matsmanna og fyrirkomulag matsmála hér á landi og ljóst er að örorkunefnd, sem kveðið er á um í 10. gr. skbl. hefur aldrei staðið undir því hlutverki sem henni var ætlað við skipan hennar. Er því fullt tilefni til að skoða hvort
  bæta megi framkvæmd örorkumata á Íslandi.
  Í öðrum hluta ritgerðarinnar er framkvæmd örorkumats í Danmörku skoðuð. Í
  Danmörku starfar stofnunin
  Arbejdsmarkedets erhvervssikring sem hefur það hlutverk meðal annars að meta varanlega örorku vegna afleiðinga líkamstjóna. Stofnuninni ber að fara eftir stjórnsýslulögum og álit hennar hefur mikið gildi til sönnunar á varanlegri örorku. Þá eru úrskurðir stofnunarinnar aðgengilegir ásamt ítarlegri tölfræði um afgreiðslu mála. Þannig er leitast við að skoða hvort draga megi lærdóm af matsmálum í Danmörku til þess að bæta
  íslenska framkvæmd á örorkumati.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að tilefni er til að taka gildandi framkvæmd örorkumata á Íslandi til nánari skoðunar. Draga má lærdóm af matsmálum í Danmörku og gæti þá komið til álita að rannsaka þann ávinning sem stofnun, sambærileg Arbejdsmarkedets
  erhvervssikring gæti haft í för með sér á Íslandi.

 • Útdráttur er á ensku

  The topic of this thesis is twofold. First, this thesis will compare and evaluate the assessment process of permanent invalidity in Iceland and Denmark. Second, it will examine how assessments of permanent invalidity are conducted, who conducts the assessments, and what data is used to form the assessments.
  The first part addresses the assessment of permanent invalidity in Iceland whereas most assessments are conducted by a doctor and a lawyer. Most often, the plaintiff’s lawyer and the insurance company representing the party liable for damage, negotiate how the assessment of permanent invalidity shall be conducted without seeking court judgement. If a plaintiff disagrees with the assessment draft, a ruling from the Icelandic Permanent Invalidity Committee (IPIC) can be sought or a court appointed specialists to conduct an assessment can be requested. Disputes have arisen over the competency of specialists conducting permanent invalidity assessments and the process of the assessments in Iceland. IPIC that operates under Article 10 of the Icelandic tort law, has never fulfilled the role envisioned in the law.
  The second part of this thesis will delve into the process of permanent invalidity assessments in Denmark. In Denmark, these assessments fall under a government institution called Arbejdsmarkedets erhvervssikring (AES) wich operates under the Danish administrative law. The AES opinions carry weight in proving permanent invalidity. AES rulings are made public, as well as statistical data on the process of permanent invalidity assessments rulings.
  The areas for improvements in the Icelandic process of permanent invalidity assessment will be established through the investigation of the Danish process of the assessments. The main conclusion of this research is that there is cause to review the Icelandic permanent invalidity assessments process thoroughly and an investigation into possible benefits of setting up an institution like AES in Iceland should be explored.

Samþykkt: 
 • 19.1.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37459


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð lokaskil pdf.pdf703.97 kBLokaður til...31.12.2024HeildartextiPDF
bryndisgydabeidni.pdf967.74 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna