is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37461

Titill: 
 • Svipting ríkisborgararéttar vígamanna : evrópsk framkvæmd í ljósi þjóðaréttarlegra skuldbindinga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Svipting ríkisborgararéttar vígamanna
  Að meginstefnu til eru veiting og svipting ríkisborgararéttar talin viðfangsefni landsréttar en ekki þjóðaréttar. Skyldur ríkja samkvæmt alþjóðasamningum marka þeim þó ákveðinn ramma þegar kemur að lagasetningu í tengslum við ríkisborgararétt, þar á meðal hvað varðar sviptingu ríkisborgararéttar. Megintilgangur ritgerðar þessarar er að kanna hvort framkvæmd Evrópuríkja þegar kemur að sviptingu ríkisborgararéttar erlendra vígamanna brjóti í bága við meginreglu þjóðaréttar um bann við gerræðislegri sviptingu ríkisborgararéttar. Jafnframt verður metið hvernig reglurnar samræmast Mannréttindasáttmála Evrópu, aðallega hvað varðar 8. og 14. gr. hans.
  Í öðrum kafla ritgerðarinnar er farið yfir hugtakið erlendur vígamaður og þá stöðu sem nú er komin upp í tengslum við mögulega heimkomu þeirra. Mögulegum viðbrögðum ríkja er velt upp. Í þriðja kafla eru heimildir Evrópuríkja til sviptinga ríkisborgararéttar kannaðar. Framkvæmd ríkja er sett í samhengi við regluna um bann við gerræðislegri sviptingu ríkisborgararéttar. Í fjórða kafla er ríkisfangssvipting skoðuð með hliðsjón af friðhelgi einkalífs og dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu. Að lokum, í fimmta kafla, er vikið að því hvort heimildir ríkja til sviptinga ríkisborgararéttar kunni að brjóta í bága við 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um bann við mismunun.
  Af rannsóknarvinnu höfundar er dregin sú ályktun að ólíklegt sé að sviptingar ríkisborgararéttar í málum erlendra vígamanna samræmist reglunni um bann við gerræðislegri sviptingu ríkisborgararéttar. Þá telur höfundur að Mannréttindadómstóll Evrópu muni ganga langt til að viðurkenna rétt ríkja til þess að skerða rétt til friðhelgi einkalífs í nafni hryðjuverkavarna. Loks er komist að þeirri niðurstöðu að draga megi í efa lögmæti reglna Evrópuríkja um sviptingu ríkisfangs erlendra vígamanna með tilliti til ákvæða 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu.

 • Útdráttur er á ensku

  Revoking citizenship of foreign fighters
  In principle, the granting and withdrawal of citizenship remains a matter of domestic law, not international law. Nonetheless, international law puts certain constraints on states' practice in nationality laws, including those with regard to deprivation of citizenship. The main objective of this thesis is to examine whether European states' practices regarding deprivation of citizenship of foreign fighters violate the prohibition of arbitrary deprivation of citizenship. The prohibition is considered a fundamental principle of international law. Furthermore, it will be assessed if the rules fail to comply with the European Convention on Human Rights, mainly Articles 8 and 14.
  In the second chapter, the foreign fighter phenomenon is examined along with the issues surrounding their potential return. A few possible responses are considered. In the third chapter, the recent developments in European citizenship deprivation legislation are discussed and placed in context with the prohibition of arbitrary deprivation of citizenship. The fourth chapter examines citizenship revocation in light of the right to respect for private life and the case law of the European Court of Human Rights. Lastly, in the fifth chapter, it is explored if European rules regarding citizenship revocation of foreign fighters are compatible with Article 14 of the European Convention on Human Rights and the principle of equality.
  It is concluded that the deprivation of citizenship of foreign fighters is likely to violate the prohibition of arbitrary deprivation of citizenship. The author argues that the case law of the European Court of Human Rights indicates the Court will go to great lengths to recognize the right of states to interfere with right to private life, in the name of counter-terrorism. Finally, the author concludes that European rules regarding citizenship deprivation are probably incompatible with Article 14 of the European Convention on Human Rights.

Samþykkt: 
 • 20.1.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37461


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð_Diljá.pdf985.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna