Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37464
Sérstakar ástæður og sérstök tengsl - Er breytingarreglugerð nr. 276/2018 með fullnægjandi stoð í lögum?
Í þessari ritgerð er fjallað um lagastoð og beitingu reglugerðar nr. 276/2018 um breytingu á reglugerð um útlendinga. nr. 540/2017 með tilliti til innlendrar og alþjóðlegrar réttarverndar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Reglugerðin útfærir nánar hvað fellur undir hugtökin „sérstakar ástæður“ og „sérstök tengsl“, sbr. 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 en ákvæðið veitir stjórnvöldum mjög víðtækt mat á hvað fellur þar undir. Leitast er eftir að svara annars vegar hvort reglugerðin sé með fullnægjandi stoð í lögum og hins vegar hvernig stjórnsýsluframkvæmd hefur verið háttað eftir gildistöku hennar.
Í því skyni að svara eftirfarandi spurningum er gerð grein fyrir hvert markmið löggjafans var með setningu laga um útlendinga nr. 80/2016. Einnig er litið til þeirra atriða sem stjórnvöld þurfa að fara eftir við setningu stjórnvaldsfyrirmæla. Vikið er að þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands og er sérstök áhersla lögð á svokallaða Dyflinnarreglugerð. Að lokum er ákveðið þýði af úrskurðum kærunefndar útlendingamála rannsakað og hvert atriði í ákvæðum breytingarreglugerðarinnar greint ítarlega. Í rannsókninni kom í ljós að verulegt ósamræmi virðist vera á milli vilja löggjafans og framkvæmdar stjórnvalda á útlendingalögunum og reglugerð nr. 276/2018. Ekki var hægt að gera nákvæma grein fyrir því hvort framkvæmdin hafi breyst eftir gildistöku reglugerðarinnar en telja má líklegt að svo sé.
Niðurstaðan var sú að miklar líkur séu á því að reglugerð nr. 276/2018 fari út fyrir það svigrúm sem löggjafinn hefur markað og brjóti því gegn lögmætisreglunni. Hvort svo sem framkvæmdin hefur breyst eða ei verður að teljast grundvallaratriði að íþyngjandi ákvæði sem varða mannréttindi séu sett með lögum en ekki reglugerðum Ef íþyngjandi ákvæði eru sett í reglugerð þá er lágmarksskilyrði að lögskýringargögn, sem segja til um vilja löggjafans, séu höfð að leiðarljósi.
Special circumstances and special ties - Does amending Regulation No.
276/2018 on Foreigners have sufficient basis in law?
This thesis discusses the legal basis and the application of the amending regulation No. 276/2018 on Foreigners, with regard to national and international protection for applicants for international protection. The regulation further elaborates on what falls under “special circumstances” and “special ties“ in Article 36 in the Act on Foreigners, but the provision provides the government with a very open assessment on what falls under it.
Two main questions are raised, on the one hand whether the Regulation has sufficient legal basis. And on the other hand, how the implementation has been conducted after its entry into force. In order to answer the aforementioned questions, the thesis examines the
legislature‘s goal with the enactment of the Act on Foreigners No. 80/2016, on which the regulation is built. The lines which public institutions need to follow when issuing government directives are explored. References are made to Iceland’s international legal obligations and special emphasis is placed on the Dublin Regulation. Finally, a study is made of a specific sample of the rulings from the Icelandic Immigration Appeals Board and each item in the provisions of the regulation is analyzed in detail.
The analysis reveals that there seems to be a significant discrepancy between the will of the legislature on one hand, and the government's application of Article 36 and the regulation on the other. It is not possible to state in detail whether the implementation has changed after
the regulation entered into force, but the research shows that it can be considered probable.
The thesis concludes that there is a high probability that the regulation goes beyond the scope set by the legislature and therefore violates the rule of legality. Whether or not the practice has changed, it must be considered fundamental that burdensome human rights provisions should be laid down by law and not by regulations. If such important provisions are set out in a regulation, it is crucial that the will of the legislature is taken into account.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LokaskjalMLlögfræði.pdf | 1,14 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
olofsarabeidni.pdf | 423,33 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |