is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37465

Titill: 
 • Ákvæði 1. mgr. 63. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 um kynjahlutföll í stjórnum með tilliti til athafnafrelsis hluthafa
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari er fjallað um ákvæði 1. mgr. 63. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 um kynjahlutföll í stjórnum með tilliti til athafnafrelsis hluthafa. Árið 2010 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 13/2010 um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög nr. 138/1994, þar sem lögfest voru ákvæði um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga. Öðluðust þessi ákvæði gildi 1. september 2013. Þessar breytingar á hlutafélagalögum urðu til þess að hluthöfum voru settar frekari skorður þegar kemur að vali á stjórnarmönnum, þ.e. umfram hin almennu- og sérstöku hæfisskilyrði hlutafélagalaganna.
  Umfjöllun ritgerðarinnar er þannig háttað að fjallað er um stöðu kvenna í stjórnum hlutafélaga og í stjórnunarstöðum almennt. Því næst er fjallað um tiltekin mannréttindaákvæði í annars vegar stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og hins vegar ákvæði alþjóðasamninga. Þá er fjallað um löggjöf Evrópusambandsins sem snýr að jafnrétti kynjanna og tillögu Framkvæmdastjórnarinnar að tilskipun um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga, sem lögð var fram árið 2012. Farið er yfir þá hagsmuni sem liggja að baki sértækum aðgerðum á borð við kynjakvóta, þ.e. hagsmunir hluthafa og almannahagsmunir, og jafnvægið þar á milli. Í því samhengi er fjallað um það hvort lögbundnir kynjakvótar brjóti gegn meðalhófsreglunni. Fjallað er um ólíka nálgun ríkja á ójöfnum kynjahlutföllum í stjórnum og hvaða aðgerðir hafa reynst vel.
  Dómaframkvæmd er lítil sem engin á þessu sviði, en fjallað er um eina dóm Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem reynt hefur á ákvæði um lögbundinn kynjakvóta. Veigamiklar ástæður þurfa að liggja til grundvallar skerðingu á réttindum einstaklinga og með vísan til dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu er litið svo á að fjölgun kvenna í áhrifastöðum geti orðið lögmætur grundvöllur réttindaskerðingar.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis will examine Article 63 of the Company Act no. 2/1995 on gender quotas on company boards with regards to shareholders' freedom of act. In 2010, amendments were made on the Company Act, which enacted provisions on gender quotas on company boards in public limited companies and private limited companies. These provisions came into force in September 2013. The amendments led to further restrictions on shareholders when electing board members.
  The thesis will acknowledge the multiple interests at stake when it comes to electing board members, both shareholders‘ interests and equality and/or public interests. The thesis will also discuss the legislation of the European Union on gender equality and the Commission‘s proposal for a directive on improving the gender balance among non-executive directors of companies listed on stock exchanges, which was submitted in 2012 and is yet to be approved. Different approaches to mend unequal gender ratios on company boards will be examined, especially the Nordic countries, and what measures have proven to be successful.
  There is hardly any case law regarding statutory gender quotas. In 2019, the European Court of Human Rights decided its first gender quota case, which dealt with gender imbalance on candidate lists for parliamentary elections. The decision is confirms that gender quotas are a legitimate tool to acheive gender equality and are not considered a breach against the proportionality principle. Furthermore, the decision confirms that increasing female participation is a favorable and legitimate aim.

Samþykkt: 
 • 20.1.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37465


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_Final_Salka.pdf704.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna