is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37468

Titill: 
  • Sjálfsþvætti skv. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: er um að ræða brotasamsteypu eða rýmkað brot?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um sjálfsþvætti (e. self-laundering) og hvort sakfella eigi sama mann fyrir peningaþvætti samhliða frumbroti með brotasamsteypu eða hvort og þá hvenær sakartæming eigi við. Rannsóknin leiddi í ljós að Hæstiréttur hefur sakfellt fyrir bæði brotin, jafnvel þó verknaðarlýsing peningaþvættis hafi rúmast að einhverju leyti innan verknaðarlýsingar frumbrots. Ástæðan fyrir því gæti helgast af því hversu rúmt ákvæðið er, markmiðum laganna og mögulega ólíkum verndarhagsmunum. Sömuleiðis hefur ágreiningur um sjálfsþvætti samhliða frumbroti lítið komið til umfjöllunar hjá dómstólum hér á landi. Framkvæmdin á Íslandi er töluvert frábrugðin þeirri framkvæmd sem tíðkast bæði í Noregi og Danmörku. Refsiákvæði peningaþvættis á Íslandi er mun rýmra og nær yfir mun fleiri atvik en í áðurgreindum löndum. Í Noregi hefur verið lögð áhersla á að brotunum skuli ekki vera beitt saman ef verknaður sem til skoðunar er, rúmast innan verknaðarlýsingu frumbrots, nema það hafi einhver raunveruleg áhrif, enda er það ekki markmið löggjafans þar í landi að ganga lengra en nauðsyn krefur. Í Danmörku er það talið andstætt réttarkerfi landsins að sakfella fyrir frumbrot ásamt frekari nýtingu á þeim ágóða sem af frumbrotinu stafaði. Ef framkvæmd í nágrannaríkjunum er borin saman við framkvæmd hér á landi og litið til þess hvernig framsetningu refsiákvæða er háttað hér á landi, gæti sakartæming verið möguleg í fleiri tilvikum. Með hliðsjón af markmiði laganna, framkvæmd í nágrannaríkjum okkar og kröfum þjóðaréttarlegra samninga sem Ísland er aðili að, er það ályktun höfundar að þrátt fyrir ólíka verndarhagsmuni sem ákvæðin hafa að geyma sé ekki loku fyrir það skotið að á Íslandi sé gengið lengra en tilefni gefa til.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis discusses self-laundering and whether the same individual should be convicted for money laundering in parallel with the predicate offense - or whether and when only the predicate offense applies. The research shows that the Supreme Court has convicted both crimes together, even though the act of money laundering fits under the description of the predicate offense. This could be due to several factors, including the broad scope of section 264 of the penal code, the purpose of the penal provision, and possibly dissimilar protection interests. Additionally, there are no signs of disputes regarding the matter, which has resulted in limited discussion on this subject matter in the courts. The practice in Iceland is quite different from the practice in both Norway and Denmark. The penal provision for money laundering in Iceland is much broader, and covers a wider scope than in the aforementioned countries. In Norway, it has been emphasized that the offenses should not be applied together if the act under examination falls under the description of the original offense, unless it has any real effect, as it is not the aim of the legislature in that country to go further than necessary. In Denmark, it is considered contrary to the country's legal system to convict for a predicate offense as well as for further exploitation of the proceeds derived from the predicate offense. If the practice in the neighboring countries is compared with the practice in this country, and considering the way in which the presentation of penal provisions is structured in this country, the process could be applied differently in more cases. Considering the purpose of the law, it’s implementation in our neighboring countries, and the requirements of international agreements which Iceland has committed to, it is the author's conclusion that despite the different protection interests, it should be considered that Icelandic legislation goes further than necessary.

Samþykkt: 
  • 20.1.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37468


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sonja Hafdís Pálsdóttir_ML.pdf517.69 kBLokaður til...01.08.2021HeildartextiPDF
sonjahafdisbeidni.pdf408.43 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna