Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3748
Ritgerðin er tvíþætt. Annars vegar má finna verkefnasafn sem er ætlað til notkunar í kennslu nemenda frá 15-17 ára aldri. Það eru nemendur á lokaári í grunnskóla og nemendur í fyrstu áföngum framhaldsskóla. Hins vegar má finna greinagerð með verkefnunum þar sem fjallað er um helstu kenningar og hugmyndir sem litið var til við gerð verkefnanna. Má þar helst nefna orðræðugreiningu (e. discourse analysis), félagslega hugsmíðahyggju (e. social constructivism), heildstæða móðurmálskennslu (e. whole language) og hugræn málvísindi (e.cognitive linguistics).
Verkefnin byggjast upp á tveimur megin hugmyndum. Fyrri hugmyndin er sú að nemendur lesa fjölbreytta texta og vinna út frá þeim. Seinni hugmyndin gerir ráð fyrir að nemendur vinna saman tveir eða fleiri og nota tal til þess að komast að niðurstöðu. Verkefnahlutinn skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hluta eru verkefni sem fjalla um texta og textaumhverfi. Í öðrum hluta eru verkefni sem fjalla um samspil tungumáls og sjálfsmyndar og í þriðja hluta eru verkefni sem fjalla um áhrifamátt texta.
Í ritgerðinni er fjallað um tengsl verkefnanna við námskrá grunnskóla og nýja menntastefnu í framhaldsskólum. Þá er einnig fjallað um hvernig námsmat hentar verkefnunum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Harpa_Kolbeinsdottir_fixed.pdf | 2,63 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |