Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37489
Í þessu lokaverkefni er tekin fyrir hugmynd nokkurra aðila um kláfferju eða Esjuferju upp á Esjunni.
Þetta verkefni fjallar ítarlega um byggingu sem hýsir veitingastað sem hugmynd er um að reisa upp á Rauðhól. Byggingin mun vera tengd við kláfferju með tengigangi.
Verkefnið snérist um að hanna bygginguna skv. gildandi reglugerðum. Gætt var að viðkvæmri náttúru á svæðinu við hönnun byggingarinnar. Verkefnið inniheldur hugmyndafasa, forhönnun, frumhönnun, aðaluppdrætti og verkteikningar ásamt útboðsgögnum og kostnaðaráætlun.
Byggingin er um 1100 m2 að stærð. Burðarvirki byggingar er úr krosslímdum timbureiningar (CLT) . Útveggir aðalbyggingar eru klæddir með læstri álklæðningu og tengigangur með timburklæðningu. Þak er svokallað heitt þak og frágangur á þökum er að mestu með úthagatorfi, og hluti með hellum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BF LOK1010 - Skýrsla og viðaukar A og B - Hekla.pdf | 5.41 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
BF LOK1010 - Viðauki C - Hekla.pdf | 18.65 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
BF LOK1010 - Viðauki D - Hekla.pdf | 10.73 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna |