en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/375

Title: 
  • Title is in Icelandic S-s-stamið var aldrei rætt! : eigindleg rannsókn á stami
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort stam geti haft áhrif á líðan nemanda í grunnskóla. Tekin voru viðtöl við fjóra aðila á mismunandi aldri sem hafa lokið grunnskólanámi. Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð, þar sem það hentar vel rannsókn sem þessari. Stuðst var við opna spurningalista þannig að viðmælendur gátu tjáð sig nokkuð frjálslega um umræðuefnið en þó innan þess ramma sem rannsakendur settu.
    Leitast var við að skoða andlega og félagslega líðan viðmælendanna á því tímabili sem þeir voru í grunnskóla en einnig var rætt um hvernig líðan þeirra er í dag og kannað hvort skólakerfið hafi á einhvern hátt reynt að bregðast við til þess að hjálpa þeim sem stama í að ná betri tökum á staminu.
    Niðurstöður sýndu að nemendur sem stama, líður vel bæði félagslega og andlega. Enginn þátttakendanna í rannsókninni upplifði einelti eða stríðni sökum stamsins. Sumir þeirra fengu mikla aðstoð með stamið á meðan aðrir fengu sama og enga. Þannig er hægt að álykta sem svo að þjálfunin sem sumir fá til að laga tal sitt hafi hvorki áhrif á félagslega né andlega líðan

Accepted: 
  • Aug 14, 2007
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/375


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Greinargerð.pdf318.09 kBOpenGreinargerðPDFView/Open
Fylgiskjöl.pdf178.97 kBLockedFylgiskjölPDF