is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Iðn- og tæknifræðideild / Department of Applied Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37503

Titill: 
  • Greining á mótorskrúfu í Proprio fæti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér er búinn til ferill í snúningsálagi fyrir sérhannaða mótorskrúfu (2 skrúfur og ein ró) í Proprio fæti. Vandamálið er að hluti af skrúfunum virðist slitna hraðar og byrjar að myndast hljóð í mótorskrúfunni. Því þarf að búa til feril sem hermir raunverulegt álag og nær brotmörkum mótorskrúfunnar áður en mótorskrúfan er sett í fót. Ákveðið var að nota kraft, snúningshraða, fjöldi snúninga og endurtekningar til að ná brotmörkum mótorskrúfunnar. Gildin fyrir þessar breytur enduðu sem 50 N, 87 RPM, 3 snúningar frá áttunda til ellefta gengjuhring og 100 endurtekningar. Þessi ferill mun láta 87% af skrúfunum ná brotmörkum og 94% með 200 endurtekningum. Þessi ferill var staðfestur með kyrrstæðu álagi sem líkist raunveruleikanum og keyrður á mótorskrúfur sem búið var að skila þar sem litlar breytingar áttu sér stað sem staðfestir að um sama feril er að ræða. Því er talið að hægt er að minnka skilahlutfall á Proprio fæti ef þessi ferill er keyrður á mótorskrúfuna áður en hún fer í fót.

Samþykkt: 
  • 21.1.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37503


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Motorskrufa_Daniel.pdf9.7 MBLokaður til...01.12.2070HeildartextiPDF
Beiðni um lokunDaniel.pdf533.67 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna