Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37512
Children and young adults that struggles with learning difficulties often find their 10 years of compulsory education extremely difficult. However, there seems to be a lack of information on adults who struggle with mathematical difficulties. The aim of the study was to gain a better understanding of the difficulties related to mathematics among university students with a qualitative research method. It is believed that a similar study has not been made before among university students in Iceland. Open interviews were conducted with interviewees from the 10th of September 2019 to 23rd of November 2020. Interviewees of the study were university students who reported their experience of difficulties with mathematics and individuals with specialization in learning difficulties. The main findings were that there is a great shortage of research on mathematical difficulties. Both the university students and the specialists generally reported that there was a lack of knowledge and resources for individuals with such difficulties when reaching higher level education. The interviewee’s experience was that discomfort accompanies such learning difficulties and that it is necessary for the students to have been in a supportive and constructive environment through their schooling. It is clear that more emphasis needs to be placed on research in this area, as there is a large increase in the numbers of students in universities.
Keyterms: Mathematical difficulties, personal experience, university students, experts, university interventions.
Börn og ungmenni sem glíma við námserfiðleika geta upplifað skyldunám sitt afar erfitt. Skortur virðist vera á upplýsingum um fullorðna sem glíma við stærðfræðiörðugleika. Markmið rannsóknarinnar var að fá betri skilning á erfiðleikum tengdum stærðfræði á meðal háskólanema með eigidlegri rannsóknaraðferð, en talið er að sambærileg rannsókn hafi ekki verið gerð áður meðal háskólanema á Íslandi. Tekin voru opin viðtöl við fimm háskólanema og tvo sérfræðinga á haustmisseri 2020. Viðmælendur rannsóknarinnar voru háskólanemendur sem greindu frá erfiðleikum með stærðfræði og einstaklingar með sérhæfingu á námsörðugleikum. Helstu niðurstöður voru að mikill skortur er á rannsóknum á stærðfræðiörðugleikum nemenda. Bæði háskólanemendurnir sem talað var við og sérfræðingarnir greindu almennt frá því að skortur væri á almennri þekkingu og úrræðum fyrir einstaklinga með slíka örðugleika þegar komið er á háskólastig. Upplifun viðmælenda var sú að vanlíðan fylgir almennt slíkum námsörðugleikum og nauðsynlegt er að nemendurnir hafi verið í stuðningsríku og uppbyggjandi umhverfi í gegnum skólagöngu sína. Ljóst er að frekar þarf að leggja meiri áherslu á rannsóknir á þessu efni þar sem mikil aukning er á nemendafjölda í háskólanámi. Byggja þarf betur grunnin til að nemendur upplifi minna álag og að þeir eigi meiri möguleika í háskólanámi.
Lykilorð: Stærðfræðilegir erfiðleikar, persónuleg upplifun, háskólanemendur, sérfræðingar, úrræði í háskólum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð-Skemman.pdf | 163,82 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |