is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37513

Titill: 
  • Eru neytendur og bifreiðaumboð á Íslandi tilbúin í stafrænt kaupferli?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar COVID-19 heimsfaraldurinn skall á varð sprenging í þróun stafrænna lausna, hvort sem það var í verslunar-, tækni- eða þjónustugeira. Í raun þurftu öll fyrirtæki að bregðast við samgöngubanni og fjöldatakmörkunum og leita leiða til að halda áfram að bjóða upp á þjónustu og vörur sínar þrátt fyrir að viðskiptavinir kæmust ekki til þeirra. Íslenski bifreiðamarkaðurinn hefur að einhverju leyti staðið í stað þrátt fyrir þessar breytingar en ljóst er að margt mun breytast á næstu árum.
    Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að athuga hvort íslenskir neytendur og bifreiðaumboð séu tilbúin fyrir að kaupferli bifreiða sé alfarið á stafrænu formi. Framkvæmdar voru rannsóknir eftir megindlegum og eigindlegum aðferðum. Megindleg rannsókn var framkvæmd í formi spurningakönnunar sem lögð var fyrir almenning þar sem 476 einstaklingar svöruðu spurningunum en eigindlega rannsóknin var í formi djúpviðtala við sérfræðinga á markaði.
    Niðurstöðurnar sýndu fram á að íslenskir neytendur væru tilbúnir fyrir kaupferla á stafrænu formi að ákveðnu marki, en þó ekki alfarið. Þá sýndu niðurstöðurnar einnig fram á að íslensk bifreiðaumboð væru ekki tilbúin fyrir kaupferli sem alfarið væri á stafrænu formi. Íslensk bifreiðaumboð eru meðvituð um þróunina en helsta hindrun þeirra er það fjármagn sem þarf til að þróa slíkar lausnir.

Samþykkt: 
  • 25.1.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37513


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eru neytendur og bifreiðaumboð á Íslandi tilbúin í stafrænt kaupferli - Ásgerður og Jónas.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
asgeirjo_2020-12-22_12-43-35.pdf361.39 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna