is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37514

Titill: 
  • Neysla ungmenna á orkudrykkjum : að hvaða leiti er hægt að tengja aukna neyslu orkudrykkja við markaðsetningu fyrirtækjanna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Neysla orkudrykkja hefur vaxið mikið undanfarin ár og hefur verið mikið áhyggjefni hversu mikil aukningin hefur verið á neyslu orkudrykkja hjá ungu fólki. Aðgengi, breytt ímynd og markaðssetning drykkjanna eru allt hluti af því sem talið er að ýti undir þessa auknu neyslu. Markmið þessarar rannsóknar er að komast að því hvers vegna og að hvaða leiti er hægt að tengja markaðssetningu drykkjanna við aukna neyslu ungs fólks. Til þess að dýpka skilning rannsakanda á viðfangsefninu var talað við markaðssaðila hjá nokkrum af þeim aðilum sem eiga vöru á þessum markaði. Villandi upplýsingar í auglýsingum, breyting á ímynd drykkjanna en nú virðast þeir vera orðnir einskonar svaladrykkir sem tengdir eru mikið við heilsu og íþróttir og útlit drykkjanna eru allt atriði sem telja má að ýti undir aukna neyslu ungs fólks á drykkjunum. Einnig gætu leynst sóknarfæri fyrir fyrirtæki á þessum markaði með því að vera á undan öðrum á markaðnum í að taka alvöru afstöðu gegn neyslu barna á orkudrykkjum með ákveðnum aðgerðum, en það myndi styrkja samfélagslega ábyrgð fyrirtækjanna sem neytendur virðast meta mikils.

Samþykkt: 
  • 25.1.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37514


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Ritgerð-BIS-draft-10.pdf510.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna