Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37515
Markmið þessarar BS.c ritgerðar er að sýna þau efnahagslegu áhrif sem Covid-19 faraldurinn hefur á ferðaþjónustugeirann á Íslandi. Rakin er saga ferðaþjónustunnar í stuttu máli og hvernig hún hefur þróast í það að vera ein stærsta atvinnugrein landsins. Einnig er leitast eftir að kanna mat stjórnenda ferðaþjónustufyrirtækja á úrræðum og aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að bregðast við faraldrinum.
Framkvæmd var megindleg rannsókn í könnunar formi. Hentugleikaúrtak var valið og voru þátttakendur 45 talsins.
Tilgátur sem settar eru fram í þessari ritgerð eru eftirfarandi: (1) Tengsl eru á milli mats stjórnenda ferðaþjónustufyrirtækja á framkvæmd úrræða til hjálpar fyrirtækja og mati þeirra á áhrif á rekstur fyrirtækja þeirra út af ríkisákvörðunum vegna Covid-19. (2) Tengsl eru á milli mats fyrirtækja stjórnenda á framkvæmd sóttvarnaraðgerða og staðsetningar fyrirtækja. (3) Tengsl eru á milli mats stjórnenda ferðaþjónustufyrirtækja á bæði framkvæmd og alvarleika sóttvarnaraðgerða.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi vegna Covid_19 og aðgerða ríkisstjórnarinnar .pdf | 1.58 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |