is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37516

Titill: 
  • Markaðssetning til barna í gegnum samfélagsmiðla með tilliti til kauphegðunar foreldra á Internetinu
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
  • Samfélagsmiðlar eru orðnir stór partur af okkar daglega lífi og eru börn þar ekki undanskilin. Aðgengi fólks að samfélagsmiðlum gerir það að verkum að fyrirtæki nýta sér vettvanginn til þess að nálgast markhópa sína á auðveldan og hagstæðan hátt. Í þessari rannsóknarritgerð er ætlað að skoða markaðssetningu til grunnskólabarna á Íslandi frá bæði samfélagsmiðlum og áhrifavöldum á Internetinu. Áhersla var einnig lögð á hvort og þá hversu mikil áhrif börn hafa á kauphegðun foreldra sinna og þá sérstaklega þegar kemur að vörum sem auglýstar hafa verið á samfélagsmiðlum. Einnig var skoðað hvort hjúskaparstaða og atvinna foreldra hefðu áhrif á þann tíma sem börnin eyddu á Internetinu og hvort að börn sem eyða meiri tíma á netinu biðja foreldra sína oftar um að kaupa vörur sem auglýstar eru þar. Þátttakendur þessarar rannsóknar (N=228) voru foreldrar grunnskólabarna á Íslandi sem nálgast var í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook. Það kom í ljós að YouTube, TikTok og Snapchat eru vinsælustu samfélagsmiðlarnir hjá grunnskólabörnum á Íslandi og þau eyða að meðaltali 11 til 20 klukkustundum á Internetinu á viku. Einnig kom í ljós að um helmingur grunnskólabarna á Íslandi biðja foreldra sína að kaupa vörur sem þau hafa séð auglýstar á samfélagsmiðlum og eru helstu vöruflokkarnir leikföng og tölvuleikir. Það kom á óvart að aldur og fjöldi barna á heimili virðist ekki skipta máli hvað varðar kauphegðun foreldra á netinu. Einnig kom á óvart að íslensk grunnskólabörn, sem eiga foreldra í hjónabandi eða sambúð og í fullu- eða hlutastarfi virðast hafa meiri áhrif á kauphegðun foreldra sinna þegar kemur að vörukaupum í gegnum Internetið.

Samþykkt: 
  • 25.1.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37516


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BsC ritgerð Íris Ösp.pdf780.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna